Dömuherbergið – hvað er hvaðan…

…því er ekki að neita að það er beðið eftir þessum pósti. Ég er búin að fá ótal skilaboð og fyrirspurnir og nú er bara að reyna að fara yfir þetta allt saman í rólegheitum…

Athugið að fyrirtæki sem eru stjörnumerkt* eru þau sem ég er í samstarfi við.

…við þurftum að byrja á að fjarlægja vegglitana af veggjunum, og svo þurfti að laga þá eftir það. Sparsla þar sem rifnaði upp og auðvitað bara setja í öll göt eftir nagla. Svo þegar það var búið hófst málningarvinna, fyrst af öllu skurður við gólf og loft, og í horn og meðfram hurð og glugga.

Daman valdi sér 1/2 Sand frá Slippfélaginu* á veggina, en hann er alveg afskaplega fallegur – í raun hlutlaus en samt svo hlýr ljósgrábrúnn litur, samt meira út í brúnan en grátt…

…ég hef áður deilt þessum ráðum, en hér er listi sem er gott að hafa í huga þegar málað er:

✿ Mæla veggi, til þess ákvarða rétt magn af málningu

✿ Byrja að skera með veggjum og gólfi, gluggum og hurðum, það er ýmist hægt að gera þetta með því að teipa fyrst með málningarlímbandi, eða freestyle eins og bóndinn gerir hér, það fer bara eftir hvað hentar ykkur.


✿ Ef skorið er með vel pensli í byrjun, og þess gætt að hafa nóg í penslinum þá þarf aðeins að skera einu sinni.


✿ Þegar gert er við naglagöt er gott að nota spaða og fara yfir gatið með honum, setja síðan OneStrikeFiller eða annað slíkt í gatið og fara yfir með spaða aftur – endurtaka þar til gatið er slétt með vegginum.  Síðan að strjúka yfir með sandpappír kemur í veg fyrir að viðgerðin sjáist á nýmáluðum vegginum.


✿ Undirbúningsvinna er lykilatriði til þess að vel gangi.


✿ Aldrei að byrja á nýrri málningardós, eða hætta, á miðjum veggi – þú lætur alltaf mætast á hornum til þess að hvergi sjáist skil.


✿ Ef þú ert með tvær fötur af sömu málningunni, þá er hægt að klára ca helming úr einni og hella síðan úr hinni á milli, þannig að þær blandist saman.  Þetta er ekki nauðsynlegt en málning er lifandi efni og getur alltaf verið smá munur á milli dósa.


✿ Þegar veggir eru rúllaðir þarf að vera með nóg í rúllunni.  Byrja á miðjum vegg og taka alveg upp í loft, rúlla svo alla leið niður í gólf og aftur upp. Eins nálægt lofti og gólfi og þú kemst. Langar strokur eru málið!

…svo var spurning um hvernig herbergið ætti að vera, og eins og áður sagði – þá langaði hana í svona bóhó stíl, sem þýðir auðvitað mikið af náttúrutónum, plöntur, bast, viður og bara almenn kózýheit…

…ég ákvað að nota hjólaborð sem ég átti hérna heima úr Rúmfó* sem náttborð, og setti á það trébakka til þess að gera meira röstic. Síðan fór karfa frá Ikea á neðri hæðina. Við fengum rúmföt og lak sem passaði alveg við vegglitinn í Rúmfó* líka…

…ég var búin að velja saman nokkra hluti sem fékk frá okkur í afmælisgjöf. Þar á meðal var rúmteppið, sem mér finnst æææææði og svo púðarnir flestir og eru frá H&M Home…

…rúmteppið er í sérstöku uppáhaldi með þessa dásemdardúska, og það var keypt bara fyrir nokkrum vikum. Púðaverin eru síðan eldri, en dúskapúðinn var keyptur á sama tíma og teppið…

…ég var alveg ákveðin í að finna fallega hillu þarna fyrir ofan rúmið með snögum, og varð hún til úr hilluberum frá Bauhaus, hillu úr Ikea og snagabrettum úr H&M Home…

…þvílík breyting sem það verður á að setja upphilluna og geta leikið sér með skrautmuni – lofit…

…hatturinn er frá því í fyrra og draumafangarinn er gamall og verslaður erlendis, gyllti kertahringurinn er gamall úr Byko* en dásamlega fjaðrahálsfestin er frá Húsgagnahöllinni*. Báðar plönturnar eru frá Rúmfó* en gyllti potturinn fæst í Ikea..

…hjá dótturinni var síðan fátt eitt mikilvægara en að fá hengistól til þess að sitja í, og þessi hérna varð fyrir valinu. Hann fæst í Pier* en þar eru nokkrar fallegar týpur til, og þetta varð henni smávegis erfitt val – svona þegar allir kostir eru góðir. Smella hér til þess að skoða hengistólana sem eru til í Pier*…

…spegillinn er frá H&M home og auðvitað er mynd af Refinum þarna inni, gyllti veggstjakinn er líka frá H&M home…

…annar hlutur sem gjörbreytti herberginu var síðan dásemdar gaflinn frá Heimafínt*.

Við tókum gafl sem er 135cm ábreidd x 150cm á hæð og létum gera hann þannig að hann stendur á fótum á fóldinu. Mér finnst það alltaf fallegra að sjá gaflinn standa á gólfi og hann verður einhvern veginn massífari við það. Það er samt veggfesting aftan á honum, og þau eiga sérstakt hrós skilið fyrir hversu ótrúlega hratt þau eru að vinna þessa fallegu gafla. Það var hægt að velja út mjög góðu litaúrvali og því er þetta snilldarlausn.

Ég fékk að velja útlitið á gaflinn því að dótturinni var slétt sama um það, og ákvað að hafa hann frekar með svona lóðréttum línum frekar en stunginn. Fannst stunginn gafl verða bara “of mikið” þarna inn.

…borðið er orðið nokkra mánaða gamalt og er frá Rúmfó* en er því miður hætt í sölu. Það gerði alveg ótrúlega mikið að setja bara trébakka ofan á glerplötuna, og gæti virkað á eins og t.d. Randerup vírborð (smella).

Lampinn var keyptur í Bauhaus núna í febrúnar…

…mottan er æðisleg, en mér fannst það skipta miklu máli að fá kringlótta mottu þarna inn, svona til þess að halda mýktinni. Þessi er frá Húsgagnahöllinni* og er í Nirmal-línunni þeirra. Hún heitir Albani Grey (smella) og mér finnst hún pörfekt þarna inni.

Litli loðni kollurinn er frá Rúmfó* og er möst fyrir fætur þegar legið er í stólnum – Valentin kollur (smella)

…og eins og alltaf, þá eru það allir hlutirnir sem eru að spila saman til þess að mynda heildarlook-ið, en ég valdi frekar markvisst þarna inn skv. því sem dóttirin vildi. Fórum líka vel saman yfir netverslanir og skoðuðum hvað það væri sem við þyrftum til þess að ná fram þessu útliti sem hún sóttist eftir. En það verður að viðurkennast að hún treystir mömmu sinni vel fyrir þessu velflestu. Hún vildi ákveða stílinn og ca hvað færi inn en svo átti mamman bara að “koma henni á óvart” með sumt. Er á meðan er, og ágætt að hún treysti manni fyrir svona ennþá 🙂

…skápurinn er gamall og búinn að vera þarna inni í nokkur ár. Planið er að skipta honum út fyrir stærri skáp með tímanum, en enn sem komið er þá dugar hann henni vel. Ég setti hann í smá uppfærslu með því að taka ofan af honum skrautlista sem var fyrir…

…gardínurnar fengust í Rúmfó fyrir mörgum árum en eru því miður ekki lengur til…

…svo var það spegillinn. Áður var hvítur spegill á bakvið hurðina hennar, en núna vildum við fá viðarspegil inn, svona fyrir bóhó-fílinginn – og þessi hérna frá Rúmfó* er æðislegur í það. Hann er með svona stöng aftan á þar sem hægt er að setja snaga eða bara hengja teppi á…

Landbolyst standspegill frá Rúmfó*

…við erum svoldið að spila með viðarþrennu þarna núna, spegilinn, borðfæturnar og svo stólinn (sem er eldhússtóllinn okkar úr Pier og er tímabundið staðsettur hérna)…

…hillan er gömul úr eldhúsdeild Ikea (held að hún fáist ekki lengur) en hún var áður í herberginu og fékk bara nýjan stað. Ljósaserían er gömul frá Bauhaus og það góða við þessar Ledperur er að þær eru fremur daufar…

…hillan er svo bara skreytt með blómum og öðru slíku í bland. Hengiblómið efra er frá Rúmfó* og líka gullboxið og glerið með blóminu innan í. Neðra hengiblómið er frá Ikea…

…við erum ótrúlega ánægðar með hvernig þetta kom út. Gefur henni tækifæri til þess að leika sér með uppröðun og samt er þetta ekkert yfirþyrmandi þarna inni – hún elskar líka að vera með ledkertin þarna í efstu hillunni og það kveiknar á þeim alltaf á kvöldin og hún getur sofnað út frá þeim…

…skrifborðið og spegillinn er bæði frá Rúmfó* og sömuleiðis stóri gerviþykkblöðungurinn, en lampinn og blómapotturinn er frá Ikea…

…hundurinn Moli er sætastur í heimi….

…vasinn er þungur og því kjörinn á gólfið, og ég fann á nytjamarkaði. En greinarnar fengust í Byko* fyrir einhverjum árum…

…karfan ofan á skápnum er gömul frá Blómaval og krossinn er enn eldri og kemur frá foreldrum mínum…

….þá held ég að hringinum sé lokið og ég sé búin að telja flest upp. Ef ekki þá er ykkur velkomið að spyrja í kommentum undir póstinum ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

7 comments for “Dömuherbergið – hvað er hvaðan…

  1. Margrét
    02.03.2021 at 21:10

    Hvaðan er rúmgaflinn?

  2. Margrét
    02.03.2021 at 21:11

    Þetta er mjög flott og von að heimasætan sé ánægð 🙂

  3. Alma
    02.03.2021 at 21:32

    Æðislegt👌🏼 Hvaðan er viðarbakkinn ofan à náttborðinu

  4. Helga
    02.03.2021 at 22:25

    Mjög fínt herbergi 🙂 hvaðan er stóllinn (við skrifborðið)?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2021 at 22:30

      Takk, stóllinn er frá Pier og er gamall, þetta eru borðstofustólarnir okkar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *