Jólaborð…

…er ekki alltaf ánægjulegt þegar að jólahefðir eru farnar að myndast! Hér á síðunni er ein slík orðin að veraleika, en ég hef gert jólaborð fyrir Byko undanfarin ár og árið í ár er engin undantekning. Þrátt fyrir að flest við árið sé dulítið undarlegt þá er ágætt að halda einhverju á réttu róli…

Þess ber að geta að pósturinn er unninn í samstarfi við Byko en ég valdi sjálf vörurnar sem ég nota, og hvernig þær eru settar upp. Í dag 19.nóvember er líka Blár fimmtudagur í Byko og það eru afslættir í allan dag í verslunum, og auðvitað á netinu líka. Í dag er líka frí heimsending þegar verslað er á netinu og ég hvet ykkur eindregið til þess að nýta ykkur það…

…en yfir í borðið og í ár valdi ég hvítt einlitt stell, sem er þó með fallegu mynstri þegar vel er að gáð. Þetta eru snilldarpakkar en það eru 39stk í pakkanum. Allt til þess að leggja á borð fyrir 6 manns, auk þess að vera með kaffistell, mjólkurlönnu og sykurkar, salt og pipar, sósukönnu og matföt og skálar. Ekta t.d. fyrir unga fólkið sem er að byrja að búa, og líka bara fyrir þá sem kunna að meta fallegt leirtau…

…sko bara, svo fallegt og stílhreint…

…og hér sést vel mynstrið sem er á köntunum…

…svo er bara að leika sér með að raða upp…

…ég valdi flauelsrenninga á borðið sem eru fallega ljósbeislitir, með smá gullröndum í …

…og svo var bara grenilengjur á mitt borðið og kertastjakar í svörtu og gylltu…

…og svo bætti ég við batterýsseríu til þess að fá smá ljós með, og litlar hvítar stjörnur…

…það er líka svo fallegt að vera með svona hvítt og bæta svo bara við það…

…ég valdi þessi fallegu gylltu hnífapör með…

…allar þessar servéttur voru að heilla mig…

…og fyrst ég var farin að sanka að mér gullinu þá fannst mér þessi servéttuhringir svo einfaldir og fallegir…

…og svo þegar búið var að raða öllu saman…

…fannst skemmtilegt að setja servétturnar svona, minntu smá á knallettur á áramótum. Litla gervigreinin með eucalyptus er líka mjög falleg með…

…servéttuhringirnir eru líka svona fallegar hamraðir…

…annað sem er hiklaust hægt að mæla með í Byko, sérstaklega til jólagjafa ef þið eruð að vandræðast, eru kristalsglösin. Alls konar týpur og hvert öðru fallegra, 6 stk saman í kassa…

…ég valdi líka stakar skálar með, í mismunandi mynstrum, en aftur – mér þykir svo gaman að brjóta aðeins upp…

…jólatrén eru síðan til þess að hengja upp til skreytinga, en mér finnst þau sérlega falleg svona og njóta sín svo vel…

…hér eru greinarnar sem ég notaði til þess að gera miðjuskreytinguna, en þetta er gervigreni, glitrandi gervigrenilemgja og þrjár eucalyptusgreinar…

…sjáið þær hérna saman. Finnst eucalyptusinn koma sérstaklega fallega út með og sýnir hvað það þarf ekki alltaf að vera jólaskraut sem við erum að nota…

Hér koma hlekkir beint inn á vefverslun Byko, þið smellið bara beint á nafnið:

….ofsalega fallegur gylltur, mattur litur á hnífapörunum…

Smellið hér til þess að skoða borðið síðan í fyrra!

…langar líka til þess að hvetja ykkur í að leika ykkur pínu með borðskreytingarnar, prufa eitthvað nýtt og hugsa aðeins út fyrir kassann…

…er þetta ekki bara óvenjulega pent hjá mér í ár, svona miðað við mig 🙂

…vona að þetta gefi ykkur smá innblástur og gleði inn í daginn ykkar, knúsar ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Jólaborð…

  1. Birgitta Guðjóns
    19.11.2020 at 09:27

    Glæsilegt eins og þér einni er lagið…gott að kíkja til þín í morgunsárið yfir kaffibollanum.Njóttu dagsins og takk fyrir samfylgdina í dag…

  2. 20.11.2020 at 08:28

    Svo fallegar vörur og skemmtilega skreytt hjá þér mín kæra!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *