Hátíðarborð…

…að leggja á fallegt jólaborð er eitthvað sem mér þykir vera mjög skemmtilegt. Það er hægt að skapa svo einstaka stemmingu og hátíðleika með því að horfa í smáatriðin og gefa sér smá tíma. Þetta þarf ekki að vera flókið, dýrt eða erfitt í framkvæmd. Flestar eigum við sennilegast sitthvað heima sem væri hægt að nota í skreytingar en í þetta sinn þá lagði ég á borð í samvinnu við Byko. Allt efnið sem er nota hérna er því frá Byko, hvort sem um er að ræða matarstellið, skreytingarnar eða blómin…

…hjá Byko fást í einum kassa matarstell í ýmsum týpum. Ég valdi hvítt stell með silfurrönd, og fínlegu mynstri meðfram brúninni…

Matarstell f. 6manns Inniheldur: 6 matar og kaffistell aukahlutir: fat, sósuskál, stór og lítil skál, pipar og saltstaukur, mjólkur og sykurkar. 39 stykki samtals. Smella hér til að skoða!

…mér þykir þetta vera mjög svo tímalaust stell, og heyrði í mörgum sem hafa átt það í meira en 10 ár og eru svo ánægðar…

…fyrst spáði ég í að nota silfurgráar diskamottur, en mér þótti það vera of einsleitt…

…þannig að ég valdi diskamottur sem að fæstir myndu sennilega tengja jólum. Hvítar með daufgrá/grænum blöðum á…

…en þegar ég sá þessar servéttur þá varð ég alveg ákveðin, jafnvel þó að þær séu í raun kaffiservéttur!

…en mér þykir þær vera sérlega fallegar svona og draga fram grænu tónana í diskamottunum, já hugsanlega hef ég of gaman af svona öllu 🙂

…fyrir borðskreytinguna sjálfa ákvað ég að nota bara ódýrann spegill sem er til í búðinni (smella) og nota sem bakka. Einföld lausn…

…síðan notaði ég kertastjaka, sem eru með marmarafót…

…valdi að hafa 5 stk, finnst alltaf fallegt að vera með oddatölu í þessum tilfellum…

…og síðan lagði ég bara Thuju-greinar yfir bakkann, sem fela svo fótinn á stjökunum…

…síðan skellti ég þremum stjörnu-ljósum á bakkann, smá gervisnjó og ótrúlega fallegar glerkúlur…

…ég valdi síðan að nota glerskálar á fæti á diskana, til þess að setja skraut í. Þarna gæti líka verið bara ein jólakúla og hægt væri að borða for- eða eftirrétt úr þessu. En mér þykir alltaf fallegt að brjóta upp með því að nota glerskálar, og sérstaklega á fæti, því að það passar með flestu…

…eins og þið sjáið þá var ég með jólatré í sumum en súðan hýasintulauka í öðrum…

…kristalsglösin eru síðan dásamlega falleg, alveg einstaklega tímalaus og heillandi.
Glös á fæti – smella
Kristalsglös – smella

…útkoman er mjög falleg, þó ég segi sjálf frá…

…mér fannst líka koma vel út að vera með svörtu hnífapörin, og þau “töluðu” svona við rammann utan um spegilinn og kertastjakana…

…en mér þykir þetta vera mjög hátíðlegt svona…

…salt og pipar…

…og hér sést vel hversu fallegt mynstrið er á diskunum og hvað diskamottan er flott…

…þessi glös eru líka svo einstaklega falleg…

…flott að sjá hvernig ljósið speglast í þeim…

…á bakkanum er ég með þrjú svona ljós…

…en mér finnst þau æði – sérlega töff t.d. fyrir áramót…

…takið líka eftir að ég notaði bæði hvít og grá kerti, en mér þótti fallegt að blanda saman…

…já og eins og glöggir sjá þá snýr blessuð skeiðin vitlaust. Ég ber því við að vera rétthent og borða samt alltaf eins og örvhent og því bara mesta furða þegar ég næ að muna H-H. Eða hnífur í hærgri 🙂

…jólatré og laukar á víxl…

….mér þykir líka gaman að sjá ljósakrónuna njóta sín svona, en hún var reyndar líka keypt í Byko…

…ég verð að segja að þetta er mér sérlega mikið að skapi…

…Molinn kippir sér ekki upp við neitt af þessu jólabrölti í konunni…

…þess ber að geta að síðar í dag kemur inn á Instagram gjafaleikur í samvinnu við Byko, þar sem ég ætla að gefa þetta matarstell, glösin og gjafabréf – þannig að það er til mikils að vinna. Mæli með að þið smellið ykkur þangað og skoðið málið í dag…

….þá held ég að þessi póstur sé á enda runninn – vona bara að þið eigið yndislega helgi framundan ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *