Sælkeraröltið…

…jæja, í umræddri ferð – þar sem gistum á Hótel Geysi – þá var að sjálfsögðu kíkt á hefðbundna staði, eins og Gullfoss…

…þar sem regn, úði frá fossinum og vindur gerðu sitt…

…þessi kona var t.d. með sléttað hár í byrjun ferðar 🙂

….ahhh já, stemmingin í íslenska sumarveðrinu…

…við kíktum líka inn á Samansafnið, sem er ekki langt frá Flúðum – virkilega skemmtilegt og endalaust margt að skoða…

…á föstudeginum fórum við svo í Sælkerarölt um Reykholt, smella hér til að skoða! En þetta er á föstudögum núna í sumar, og er farið af stað um kl 11 og tekur tæpar 2 klst. Það er hist á Veitingastaðnum Mika og smakkað á heimalöguðu konfekti…

Vissir þú að í Reykholti í Bláskógabyggð er stærsta gúrkuræktun landsins, blómaræktun landsins og jarðarberjaræktun landsins? Þar má líka finna tvo vinsæla veitingastaði, gistiheimili, tjaldsvæði og ýmislegt annað sem leynist á milli trjánna.

Nú í sumar er einstakt tækifæri til að kynna sér menningu landsins betur, og hvaða leið er betri en að kynnast henni í gegnum augu, fætur og maga.

Sælkerarölt um Reykholt býður gestum að kynnast Reykholti í Bláskógabyggð betur og öllu því sem þorpið hefur upp á að bjóða. Stoppað er á ýmsum stöðum, sagt frá sögu og sérkennum Reykholts, bragðað á alls kyns vellystingum og gestum boðið að kaupa sér góðgæti til að njóta þegar heim er komið.

Gengið er alla föstudaga kl. 11:00 í sumar. Gangan tekur um 1 klst og er auðveld, og hentar því öllum aldurshópum.

…síðan er gengið upp að Reykholtshver, sem er búið að beisla…

Reykholtshver er lífæð Reykholts og undirstaða byggðarinnar. Hann er goshver og gýs á tíu mínútna fresti, en er yfirbyggður og vatnið er notað til þess að hita upp hús og gróðurhús Reykholts.

Hverinn setur sinn svip á þorpið og hefur skapað ákveðna menningu í kringum hann. Stór þáttur þessarar menningar er að baka í honum rúgbrauð, og hefur sú hefð gengið í gegnum ættliði. Í Sælkerarölti um Reykholt tekur Sigrún á móti gestum hjá hvernum og býður þeim upp á nýbakað rúgbrauð úr hvernum, eftir uppskrift sem hún lærði frá móður sinni sem lærði frá móður sinni sem lærði frá…

Hefur þú smakkað hverabakað rúgbrauð? Núna er tækifærið!
Bókaðu núna með því að senda tölvupóst á fridheimar@fridheimar.is

…og þar er boðið upp á geggjað rúgbrauð í fernu frá henni Sigrúnu Ernu, sem er bakað í hvernum…

…alveg ótrúlega skemmtilegt…

…sjúklega gott og þjóðlegt…

…næst er kíkt á Kvista:

Á Kvistum reka hjónin Steinar og Hólmfríður stærstu jarðarberjaframleiðslu landsins, og eru jarðarberin einstaklega bragðgóð og safarík.

Þar eru líka ræktuð hindber, brómber og ásamt myndarlegri trjárækt sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Ræktunin er vistvæn og notast við lífrænar varnir og býflugur til þess að frjóvga plönturnar.

Hægt er að renna við á Kvistum og kaupa ber í heimasölu, og er opið alla daga frá kl. 10:00 til 17:00.

Í Sælkeraröltinu er bragðað á nýtíndum, gómsætum berjum og gestum býðst að kaupa ber til að gæða sér á seinna um daginn eða þegar heim er komið.

Image may contain: one or more people and food
Myndin fengin af Facebook síðu Sælkeraröltsins

…ég fór að sjálfsögðu beint í hundana, hvað annað!

…að lokum liggur svo leiðin á Friðheima, sem er alveg hreint ómissandi áfangastaður

…staðurinn er einstaklega fallegur…

…og hún Dóróthea, dóttir Friðheima-hjónanna, tók á móti okkur og bauð upp á tómata og heilsudrykk og fræddi okkur um staðinn og allt sem honum viðkemur…

…þar er einstaklega huggulegt að fara í hádegisverð, og brauðið er alveg frá öðrum heimi…

…yndislegt fjölskyldu fyrirtæki…

…og Friðheimabúðin er líka með alls konar góðgæti til sölu…

…Piccolo tómatarnir eru bara sælgæti t.d – þvílíkt góðir…

…þarna er alveg skyldustopp sko!

…við enduðum síðan aftur á Mika…

…en pizzurnar þar eru alveg svakalega góðar! Nomm!

Mæli alveg 100% með Sælkeraröltinu í Reykholti, og það eru enn eftir tvö skipti núna í sumar: 7.ágúst og 14.ágúst. Þetta kostar ekki neitt en þið þurfið að skrá ykkur fyrir fram með því að senda tölvupóst: fridheimar@fridheimar.is

Sælkerarölt um Reykholt, smella hér til að skoða

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *