Innlit í Hertex…

…eitt af því sem ég hef alltaf jafn gaman af því að gera er að fara á nytjamarkaðina. Það er alltaf þessi fílingur að finna einhvern óvæntan fjarsjóð – eitthvað sem þú vissir bara ekki að þig bráðvantaði!
Í dag er það Hertex á Vínlandsleið

…þessi glös fannst mér alveg svakalega falleg, sé þau alveg fyrir mér á barborði…

…veggdiskar, alltaf fallegir…

…awwwww þessi gamli Bangsimon var nú ansi heillandi, það hefur einhver elskað þennan í gegnum tíðina…

…og þessi alveg ótrúlega falleg, og boxið utan um þau líka…

…sjá þennan litla Elvis, þvílíka krúttið…

…mér fannst þessi ansi falleg, og held líka að hún yrði æði spreyjuð svört…

…olé…

…nokkuð flott þessi…

…skálin þarna var líka ansi flott…

…þessir voru alveg mini – yndislegir í barnaherbergi…

…silfurkönnur heilla alltaf…

…þessi líka flott, stökkvandi antílópur…

…retró…

…gamlar Biblíur eru í uppáhaldi hjá mér…

…og þessi hér var frá 1895…

…alltaf hæhy að finna fallegar myndir á veggi, nú eða bara ramma…

…veltibollarnir eru svo flottir…

…Birgitta Haukadal ca 2000 myndi elska þessa…

…fallegar könnur…

…gömul klassík…

…falleg ljós, væri líka hægt að spreyja…

…hellingur af bókum…

…fullt af gamalli klassík…

…mæli alltaf með að taka smá svona rölt – það er bara skemmtilegt!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *