Innlit í Bakgarðinn…

…rétt eins og það er nauðsynlegt að kíkja aðeins í Jólahúsið þegar maður bregður í sér í höfuðstað norðurlandsins, þá er líka alveg möst að stoppa í Bakgarðinum, sem er fallega húsið við hliðina á Jólahúsinu. Þar er allt svo dásamlega fallegt…

…þessi búð er alveg sér heimur útaf fyrir sig, mjög svona dönsk stemming og manni líður eins og í lítilli danskri krúttbúð…

…þarna finnst bæði falleg gjafa- og nytjavara, og svo sitthvað til þess að japla á…

…mér fannst þessar mýs vera hreint dásamlegar – til bæði stórar og smáar…

…þarna er endalaust hægt að finna eitthvað nýtt að skoða…

…hversu sætt er þetta nammi fyrir Múmínaðdáendann í lífi þínu!

…fallega uppsett verslun…

…fyrir blúndurnar…

…ofsalega fallegir útskornir fuglar, þessir eru gerðir af listamanni fyrir norðan sem ég man því miður ekki nafnið á – en þið megið endilega koma því til mín ef þið eruð með það á hreinu…

…svo er alltaf að bætast við og nú er komin lítil skemma sem er með matarmarkað beint við hliðina…

…algjörlega frábær viðbót…

…og í garðinum finnst líka óskabrunnurinn fallegi…

…og aftur leita ég til ykkar, en þessar fannst mér alveg dásamlega fallegar og gaman væri að vita hver gerir þær…

…næsta heimsókn er svo í Jólahúsið fallega, svona á miðju sumri, það er eitthvað 🙂

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *