Fegurð á allra færi…

…eitt af því sem ég vil endilega minna ykkur á núna í sumar, er að nýta það við getum verið með lúpínur í vasa á meðan þær eru í blóma. Lúpínurnar eru svo fallegar, og þær eru að standa alveg í rúma viku ef þær fá rétta meðhöndlun…

en það skiptir öllu máli að hafa ekkert á stilkinum, hreinsa af öll blöð og slíkt. Svo þarf að skáskera stilkana, en ekki klippa. Ef þið klippið þá eruð þið að kremja saman æðarnar í stilkunum, en með því að skera þá opnið þið fyrir æðarnar og þær ná svo vel að drekka upp vatnið

…ég tók líka kerfil í vasa, en mér hefur ekki enn tekist að finna leið til þess að halda honum lifandi. Þrátt fyrir ýmsar prufur. En hér er hann nýskorin í vösum, og þannig helst hann fallegur og safaspenntur í ca 2-3 klst…

…Molinn vel sáttur á pallinum…

…en kerfillinn er svo fallegur á meðan hann stendur…

…og ég elska að geta verið með blóm standandi úti á palli yfir sumarmánuðina – mæli með að prufa…

…frítt og fallegt í vasa – það er nokkuð gott sko…

…hér í luktunum úti á palli…

..og svo auðvitað inni líka!

…annars er bara helgi framundan – þannig að ég segi bara njótið vel 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

2 comments for “Fegurð á allra færi…

  1. 19.06.2020 at 07:02

    Mér þykir mjög vænt um bloggið þitt.. I was googling and find good topic like this, I like read this blog and I agree with you because you have good way to explain it very well.

  2. Íris
    25.06.2020 at 18:21

    Brilliant 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *