Íbúð 301 – hvað er hvaðan I…

…eins og ég sagði ykkur þá var það fallega viðarskilrúmið sem setti tóninn fyrir íbúðina. Ég fór því í leiðangur vopnuð prufu af parketinu og með litina á prufum og hóf leitina að réttu húsgögnunum. Ég var með ákveðnar hugmyndir eftir að hafa skoðað á netinu og gerði mér moodboard, og svo þurfti að bregðast við þegar að eitthvað var ekki til og þá er bara að finna eitthvað annað í staðinn 🙂 Athugið að það er fullt af hlekkjum í þessum pósti, en ég reyndi að finna beina slóð á sem flest:

STOFA

…þar sem að sófarnir tveir eru í sama rými, þá fannst mér mikilvægt að þeir væru ekki of líkir. Vildi t.d. ekki velja tvo gráa sófa þarna inn. Þannig að ég valdi gráa Chesterfield-inn með sínum mjúku og fallegu línum inn í stofuna. Velúráklæðið svona mjúkt og kózý, og þá var brúnn leðursófi kjörinn á móti í sjónvarpsholið…

…sófasettið og stóllinn koma frá Húsgagnahöllinni og heita Charlietown…

…á veggnum eru síðan þessar geggjuðu hillur frá Tekk, en þær eru til í nokkrum mismunandi útfærslum…

…þessi stóri hringspegill, sem er með svörtum/gylltum ramma, kemur frá Pier. Svarti stóri vasinn frá Ilva…

…borðin eru frá Tekk og koma líka í gylltu, mjög flott. Bakkinn er þaðan líka…

…og mottan og hliðarborðið (undir speglinum) koma frá Ilva…

…stóri glerskápurinn er frá Ilva…

…bekkurinn í forstofunni er frá Rúmfatalagerinum og snagarnir frá Ilva…

Forstofa/stofa:
Bekkur – Rúmfatalagerinn
Körfur – Rúmfatalagerinn
Sófi og hægindastóll – Húsgagnahöllin

Sófaborð – Tekk
Hliðarborð – Ilva
Motta – Ilva
Glerskápur – Ilva
Vegghillur – Tekk
Spegill – Pier
Gardínur – Rúmfatalagerinn

BORÐSTOFA/ELDHÚS

Borðið og stólarnir eru frá Tekk. En ég valdi að hafa fjóra stóla í gráa litinum og tvo brúna með, en ég fíla að blanda þessu svona saman.
Hringborð fannst mér passa svo vel þarna inn og þetta er 150cm…

…ljósið dásamlega kemur svo frá Byko, og ég ákvað að setja með mynd af perunum með ég notaði, því að það þurfti ekki dimmer á ljósið þrátt fyrir svona margar perur…

…blómahillan á veggnum og barvagninn kemur bæði frá Ilva, vínrekkinn frá Tekk…

…eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð frá Parka, og hillurnar eru þaðan líka…

…nóg af plássi til þess að stilla upp fallegum munum, hér er t.d. kanna sem kemur frá Signature Húsgögn…

marmarabrettið kemur frá BúðinDekor og mér finnst það ææææðislegt…

…marmaradiskurinn er frá Tekk, en mér fannst hann og marmarabrettið svo flott saman, síðan eru trébrettin að gefa mikin hlýleika…

…glerkrukkurnar fengust í Fjarðarkaup, gyllta laufið í Rúmfó…

…kertastjakarnir fást í Tekk en vasinn úr Signature…

Stólar – Tekk
Borð – Tekk (getið valið um liti og stærð, bæði á plötu og fótum)
Veggblómahilla (heitir Perry en finnst ekki í netverslun) – Ilva
Bakkaborð – Ilva
Marmarabrettið – BúðinDekor

SJÓNVARPSRÝMI

…þarna var ég alveg ákveðin í að vera með sófa og skemil en ekki tungusófa. Mér fannst það vera svona léttara og meiri möguleikar á að leika sér aðeins með plássið…

…sófinn er mjög fallegur, stílhreinn og akkurat það sem ég var að leita að, en hann fæst í Ilva…

…myndin á vegginum fékkst í Signature húsgögn, en mér fannst hún gefa rýminu einmitt glamúrinn sem mig vantaði…

…enda er skemillinn sérlega hentur og með bakka á, þá ertu komin með borð…

…ég vildi einhvern einfaldan skáp þarna inn, sem fór vel með parketinu og þessi frá Rúmfó var bara aldeilis að smella. Þið sjáið líka á myndinni hér fyrir ofan, að lappirnar á sófanum eru alveg eins og á skápnum…

…alls staðar svo bjart og fallegt í þessum íbúðum…

Sjónvarpshol:
Sófi og skemill – Ilva
Sjónvarpsskenkur – Rúmfatalagerinn

Svo mæli ég með að kíkja við í dag á opið hús:
Opið hús: 10. maí 2020 kl. 17:00 til 17:30.

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Íbúð 301 – hvað er hvaðan I…

  1. Lára
    29.04.2021 at 14:18

    Hæhæ, hvaðan er parketið? Og hvað heitir það? Er í algjörri parketklípu og valkvíða, vantar nákvæmlega þennan lit og eitthvað slitsterkt og með fallegri áferð 🥰 kærar kveðjur , lára

    • Soffia - Skreytum Hús...
      08.05.2021 at 02:15

      Sæl – ég er því miður ekki með nafnið á því en það var keypt í Húsasmiðjunni!

      kv.Soffia

  2. Anonymous
    31.08.2021 at 13:23

    Sæl Soffía!
    Hvar færðu svona viðarrimla eins og er á milli eldhúss og sjónvarpshol?
    Mbk Ella

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *