Nýir litir í litakortið mitt…

…eins og þeir sem fylgjast með mér á Instagram og Snapchat vita, þá er búið að vera sérlega mikið að gera hjá mér undanfarna daga. En ég er búin að að vera að stílisera sýningaríbúð á Ásbrú. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég á eftir að deila með ykkur fullt af myndum, auk þess að fara ítarlega yfir hvaðan allt er fengið.

En eitt af því sem heillaði mig mikið var að láta blanda fyrir mig fimm nýja liti sem bætast nú við litakortið mitt hjá Slippfélaginu.

Ég er svo ánægð með þessa nýju liti, en þeir eru allir að harmonera svo fallega saman, eru hlýjir og notalegir, og það verður bara svo fallegt flæði í gegnum íbúðina.

…þannig að hér koma þeir allir…

…á alrýminu/baðinu er liturinn Ylja. Hann er eins og nafnið gefur til kynna, hlýr grár litur – með svona brún, jafnvel smá grænum undirtón…

Ylja er mjúkur og notalegur litur – ég er ótrúlega ánægð með hann…

…á hjónaherberginu er , en hann er töluvert dekkri en Ylja.

En samt í þessum sama hlýja tón…

…yndislegur litur sem er fullkominn í svefnherbergi…

…hér er kominn þessi mjúki, mildi bleiki litur drauma minna – Ósk.
Ósk er bleikur með smá brúnum undirtón…

…þessi litur er í svo miklu uppáhaldi hjá mér…

…svo er það Værð, en Værð og Ósk eru systralitir. Værðin er dekkri af þeim tveimur, notalegur, hlýr og svo endalaust fallegur…

…það er smá fjólublár undirtónn í honum…

…að lokum er það Mistur. Hann er blágrár að lit og hreinn unaður…

…eins og allir hinir, þá eru litirnir svo breytilegir eftir ljósskilyrðum – og það er það skemmtilega við þá. Stundum finnst mér hann alveg blár og á öðrum tímum alveg grár. En alltaf hlýr og fallegur…

…ég minni svo á að þið getið alltaf fengið tvær fríar litaprufur úr litakortinu mínu hjá Slippfélaginu og fáið auk þess afslátt með því að nefna SkreytumHús! Hlakka til þess að sýna ykkur meira af íbúðinni – en þið sem getið ekki beðið getið kíkt á Instagram og í highlights þar – og ég vona að þið eigið dásamlega helgi! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *