14 ára afmæli…

…var loks haldið, helgina áður en samkomubann var sett á. Við vorum með sprittið á hliðarlínunni, enginn faðmaðist – þetta var skrítið – svo mikið er víst. En allir voru komnir til þess að fagna þessari dásemdardís okkar og hennar degi…

…það var samt einhvern veginn allt svo laust í reipunum, að við vorum ekkert viss um að halda afmælið fyrr en bara sama dag – útaf öllu þessu vírusdæmi…

…það voru í raun engar sérstakar skreytingar, bara það sem er vanalega…

…falleg kertaglös…

…en við vorum alveg ákveðnar í að gera bara gott úr þessu…

…skunduðum í bæinn að morgni dags til þess að kaupa inn, og rigguðum einu veisluborði…

…ég fór í 17 Sortir og fékk tvær mismunandi kökur, aðra með saltkaramellu en hina með hindberjakremi, en þessar tvær eru báðar alveg dásamlega góðar. Ég tók líka minni kökur, sem eru 8 manna, og mér fannst þetta sniðugt að vera frekar með tvær minni, heldur en eina stóra. Þetta var líka mjög vinsælt…

…þegar við vorum á fullu að raða inn úr bílnum, kom eiginmaðurinn inn með kökurnar – og án þess að segja mér lagði þær á bekkinn í forstofunni. Pældi ekkert í því að hann Moli stekkur þangað til þess að fylgjast með úti, og það gerði hann svo sannarlega í þetta sinn, og báðir kassarnir duttu á gólfið (sem betur fer alveg lokaðir). Ég fór sko næstum að grenja. En ég sótti makkarónur og reyndi að fela mestu skemmdirnar, svona til þess að redda mér…

…svo er þetta alltaf klassík, ostar brauð, kex og pestó. Smá vínber og meira með…

…á 3ja hæða diskinn setti ég bland, með kleinuhringjum, mini bollakökum, brownies bitum og makkarónum…

…auðvitað lumaði hún mamma á eini dásemdar karamelluköku í frysti…

…og svo er alltaf snilld að vera með ananas og jarðarber og annað slíkt…

…sést í baksýn að það er allt að fyllast bara…

…frekar einfalt og fyrirhafnarlítið afmæli bara…

…og sýnir líka hvað það skiptir miklu að raða upp á t.d. svona 3ja hæða diska og svoleiðis, það breytir svo miklu fyrir borðið…

…heitur réttur (það eina sem ég lagaði kvöldið áður) og svo frosnar mini pizzur sem fengu smá aukaost…

  • Kökur – 17 sortir
  • Brownies/ostakaka – Costco
  • Mini pizzur/kleinuhringir/brauð – Hagkaup
  • 3ja hæða diskur – gamall úr Rúmfó
  • Stór trébakki – gamall úr Blómaval
  • Svartur kökudiskur – Litla Garðbúðin

…mér fannst t.d. þessar myndir vera með þeim betri – fyrir…

…og eftir! Eins og engisprettufaraldur hafi farið yfir borðið…

…en það var yndislegt að fá að sjá fólkið sitt, þó ekki fengist að knúsa neinn…

Knús til ykkar og farið vel með ykkur 

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *