Innlit í Húsgagnahöllina…

…það er víst komin lokavika í útsölunni í Húsgagnahöllinni og því ekki seinna vænna en að skoða aðeins allt góssið sem til er. Það er kannski það góða við að þetta er seinasta vikan, að það er allt komið á alveg toppafslátt því hægt að gera alveg þrusukaup oft…

…sæblái liturinn í þessu stelli var nú að heilla mikið…

…en það er einmitt útsala af flestum vöruflokkum og þið getið skoðað það nánar með því að smella hér:

…og þessi geggjuðu trébretti, svo mörg stór en öll alveg massíf og flott, og alveg á 50% afslætti…

Skoða hér!

…sömuleiðis er fullt af Broste stellunum á alveg snilldarafslætti…

…og körfur – svo margar gordjöss körfur. Þá má nú alltaf bæta þeim við, þið vitið – svona fyrir skipulagið…

…þessar vörur eru reyndar ekki á afslætti, en mér fannst þær þurfa að fljóta með…

…svo er mikið af fallegum stráum og öðru þurrkuðu sem er geggjað í vasa, lifir að eilífu…

…þessar stóru svörtu skálar og hesthausin eru að heilla…

…sko fallegir velúrpúðar með fyllingu á góðum díl, ekki hægt að slá hendinni á móti því…

…útihúsgögnin eru líka með 30-50% afslætti, þannig að þetta er kjörin tími til þess að redda sér einhverju fallegu á pallinn eða svalirnar…

…þessi er svo fallegur á litinn, svo er hann eitthvað nettur og töff…

…þessir eru risastórir og svo töff í laginu. Það er eitthvað við mig sem langar samt að mála þá með matarsóda og gera þá hvíta eða svarta…

…einn grænn og gordjöss – sjáið líka þessar körfur fyrir t.d. nestið þarna í baksýn…

…geggjaðar vegghillur…

…ótrúlega stílhrein og falleg hliðarborð – svo er vasinn og kollarnir að skora hátt hjá mér…

…skemmtilega deildin, þarna finnur þú gjöfina handa þeim sem á allt nema kannski bangsa eða bulldog með bakka…

…sjáið hvað þessi er fallegur – svona velúr “Chesterfield”…

…þessi lampar finnst mér svo fallegir, bæði í gylltu og svörtu…

…og dásamlega fallegu plastmatarstellin og glösin, ekta í útileguna með dass af glamúr…

…svo stílhreinn og kózý…

…þessi litur er reyndar alveg hreint trylltur…

…Toulon borðstofuborð er sérlega flott og kemur í nokkrum stærðum…

Smella til þess að skoða!

…fallegt…

….þessir stólar fá mín meðmæli því að þeir eru svo sjúklega þægilegir að sitja í….

…heillandi kertastjakar og geggjaðir stólar…

…ég er reynda ekki viss um að þessi sé á útsölu, en fallegur er hann…

…dásamlegi uppáhalds draumasófinn minn, í alvöru talað – þetta er eins og að leggja í mjúkt faðmlag…

Smella til þess að skoða!

…þetta er einn af mínum uppáhalds sófum, og ég var einmitt að sýna hann á Insta um daginn. Það er nefnilega hægt að færra bakpullurnar fram og til baka. Þannig að hann fer frá því að vera djúpur og kózý tv-sófi yfir í að vera settlegur til setu fyrir hvern sem er…

Smella fyrir Liam tungusófa!

Smella hér til þess að skoða útsölubækling með beinum hlekkjum!

…svo er líka alltaf gaman að rölta hringinn því maður fær helling af hugmyndum með því að skoða fallegar útstillingar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *