2020…

…er það bara ég sem upplifi þetta eins og geimvísindi að skrifa þessa tölu sem ártal 🙂 En svona er þetta, og gleðilegt 2020 til ykkar allra elskuleg ♥

…ég var farin að iða í skinninu að pakka niður jólum og hreinsa allt saman til – og setti mér það markmið að vera með seinasta jólamatinn á nýársdag og eftir það mætti pakka. Við það stóð ég 🙂

…ég var reyndar með meira jólaborð en endilega nýársborð en þetta var bara það sem mig langaði mest að nota – og maður á bara gera eins og maður vill sjálfur…

  • Dökkur dúkur – efnisstrangi úr Rúmfó
  • Renningur eftir miðju borði – Rúmfó
  • Diskar – Broste
  • Glös – Iittala Thule
  • Viðarplattar – Rúmfó/Bast
  • Tré – Húsgagnahöllin/Rúmfó
  • Stjakar – Stoff/frá Ásbirni Ólafssyni/Bast
  • Hnífapör og sokkar (nokkurra ára gamlir) – Rúmfó
  • Servéttur – Fjarðarkaup/Krónan/Nettó

…þannig að það var ekkert nýtt keypt heldur bara notað það sem til var heima…

…ég ákvað síðan að nota aðventumerkinguna 1 á kerti – fyrir 1.janúar…

…einfalt og huggó…

…mér finnst síðan svo fallegt að vera með mikið af kertaljósi…

…það gerir bara svo ótrúlega mikla og fallega stemmingu…

…njóta þess að hafa jólatréð, þennan seinasta dag…

…heyrðu, reyndar er þarna eitt nýtt – þessi stjörnutrébakka keypti ég í Bast rétt fyrir áramót – en hann var á 50% afslætti því hann var jólavara og kostaði því um 1700kr. Mér finnst hann æði, og ætla að nota hann allt árið um kring…

…svo er bara að snæða – og svo er að fara borða eitthvað örlítið svona hófsamara á næstunni 🙂

…svo þegar búið er að borða, þá nýtur borðskreytingin sín áfram…

…og jú, þarna er víst líka ónefnt gervigreni og ljósasería…

…og enn meiri stjörnur…

…svo að lokum innileg kveðja frá minni fjölskyldu til þinnar – vona að þið eigið yndislegt ár í vændum! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *