Glerkúplar…

…af því ég fæ enn spurninguna reglulega, hvað setur þú í krukkur/kúpla/kassa? Hvernig skreytir þú þá!

Þá er hér lítill og léttur póstur, sem sýnir eitthvað ofureinfalt, sem hægt er að leyfa krökkunum t.d. bara að gera með sínum uppáhalds pastdýrum/ofurhetjum eða hverju því sem heillar!

…hér er t.d. einfaldlega stillt upp nokkrum fallegum borðum og einu jólaskrauti. Eins og alltaf, þá þarf þetta ekki að vera flókið til þess að vera fallegt…

…en ég er sérstaklega hrifin af borðum sem eru á trékeflum því að þau eru svo falleg til þess að stilla upp – með eða án borðanna á keflunum…

…svo var það bara einfaldlega nokkur lítil burstatré. Þessi fengust í Rúmfó, en svipuð fást líka í Byko. Þetta eru þessi dæmigerðu tré sem eru með jólaþorpunum sem eru svo vinsæl til margra ára…

…síðan tók ég nokkur plastdýr, en svipuð hafa fengist í Toys R Us til margra ára. Svo lítilar tréstjörnur sem fengu að vera með líka…

…passa að hafa eitthvað á bakvið líka, þannig að þetta sé fallegt frá öllum hliðum…

…örlítill snjór með og þá ertu komin með litla, einfalda jólaskreytingu.
Svo má líka setja lítil hús, jólakúlur eða bara einfaldlega köngla. Þetta verður allt svo fallegt undir glerkúplinum.

…ég veit í það minnsta að mínum krökkum hefur þótt svona fallegt – og þetta geta sko allir, ALLIR, gert…

…gervisnjórinn setur svo punktinn yfir i-ið…

…ósó jóló ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *