Kveikjum ljós…

…og tökum smá forskot á tímann sem er í vændum er og kenndur er við jól, eða bara er jól sko! Ég elska þennan árstíma!

Þetta er uppáhalds tíminn minn – og allt árið um kring hugsa ég um hvernig mig langar til þess að jólaskreyta þetta og hitt. Það er því ekki ofsögum sagt að ég er orðin spennt, það er að koma að þessu!

Í samstarfi við Byko langar mig að leiða ykkur ofurvarlega inn í þennan fallega tíma, sýna ykkur eitt og annað og svona að hita aðeins upp, að kveikja aðeins ljósin!

Allt efnið er frá Byko, en er valið af mér og unnið út frá mínum hugmyndum!

…ég ætla að gera betra jólainnlit síðar, en þessar myndir voru teknar í versluninni í Breiddinni þegar var verið að byrja að setja upp jóladótið – og verður það svo sett upp í einni búð af annari á næstu dögum…

…en hvað var að heilla? Það voru svolítið ljósin – ég fékk fyrir ljósum og öðru slíku, eitthvað sem ég er kannski ekkert endilega að fara að taka niður eftir jól…

…ég féll fyrir þessum stjörnum í eldhúsgluggann um leið og ég sá þær…

…úr svona svörtu járni og bara svo flottar – stílhreinar…



Smella hér fyrir stjörnur!

…og mér fannst þær líka harmonera svo vel bið ljósið okkar (sem við keyptum líka í Byko)…

…næsta ljós var svo þessi hérna 4ra ljósa stjaki, hann er rafmagns – bara með innstungu og mér finnst hann svo sjúklega flottur…

…hann er líka mjög hár og flottur, alveg 55cm að efsta kertinu, og fékkst síðan líka í hvítu. Mér fannst eitthvað skemmtilegt að nota líka bara með honum gerviblóm, þykkblöðunga og annað slíkt…

…gerviblómin eru líka svo raunveruleg og falleg…

…svo var það nostalgían sem náði tökum á mér, kirkjan sem minnti mig á kirkjuna sem mamma var alltaf með heima á jólunum…

…svo falleg með batterýsljósi, og trén, svona hvít og smá glitrandi – ég get ekki kvartað 🙂

…eins og þið hafið kannski orðið vör við þá er ég notað mikið gervi eucalyptusgreinar, en þessi fæst í Byko núna. Það er ekki til mikið af henni en hún er væntanleg aftur fljótlega. Svo svakalega falleg! Mjög stórar greinar og sennilega um meter á hæð. Í hvíta vasanum sérðu 1stk – þannig að þær eru drjúgar, og svo raunverulegar…

…talandi um að kveikja ljós, þá fannst mér þessi kertastjakar æði, þetta er stærri týpan…

….en svo er hægt að nota þá án glers auðvitað – eða eins og hér sést, með smá snjó í botninn…

…þá er líka kjörið að leggja eucalyptus-greinarnar bara beint á borðið, og skella smá skrauti með…

…nota kertastjakana án glers og þá ertu komin með fyrirtaks borðskreytingu – fyrir jól eða bara hvenær sem er…

…hér er líka sama greinin einfaldlega snúin í hring, og sett eins og krans í skál…

…einfalt og fallegt, og það virkar oft svo vel!

…og hér eru tvær greinar saman látnar hanga yfir ljósunum…

…ég er sko alveg að fíla þetta…

…dásamlegir litlir kertastjakar…

…mér finnst þetta ágætis byrjun á þessum uppáhalds árstíma…

…og þessir fallegu kertastjakar…

…datt í hug smá svona DIY, með rafmagnsteip mér í hönd…

…sjáið bara hvað þetta var einföld breyting…

…kann að meta þetta svona stílhreint…

…það er nú allt í góðu að kveikja ljósin svona í október, sérstaklega þegar þau eru svona falleg, ekki satt?

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

3 comments for “Kveikjum ljós…

  1. Kristín Hafsteinsdóttir
    17.10.2019 at 09:43

    Dásamlega fallegt hjá þér eins og alltaf 😍

  2. Helga Nielsen
    17.10.2019 at 13:01

    Mikið er þetta allt undur fallegt hjá þér, elsku LITLA BARNIÐ mitt.
    Við erum svo stolt af þér. Til hamingju skreytimeistarinn mikli.
    Elskum þig , knúsar ma og pa.

  3. Hrafnhildur Guðjónsdóttir
    18.10.2019 at 10:26

    Vá æðislega fallegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *