Seinustu sumardagarnir?

…í dag, og eftir þessa helgi, þá finnst manni bara eins og haustið hafi komið í einum hvelli. Það er því kannski eins gott að deila nokkrum myndum sem ég tók á pallinum á föstu- og laugardag…

…dásamlega fallega hengirúmið okkar skemmdist því miður fyrr í sumar, og ég var alveg eyðilögð. En fann þetta hérna hjá Unalome.is og er mjög ánægð með það…

…gerir svo skemmtilega Boho-stemmingu á pallinn, fyrir utan hvað það er þægilegt að kúra svona í hengirúmi undir berum himni…

…stundum verða luktir að vösum, ekkert að því 😉

…þarna sést hversu mikið rokið var á pallinum, teppið fauk upp á meðan á myndatöku stóð…

…ykkar kona með er söm við sig, með alla púðana sína…

….ég var líka búin að fá mér mottu til þess að setja inn hjá dótturinni, en þessar mega vera inni og úti (er líka með eins í stofunni). Mér finnst þessi vera æðisleg þarna úti á palli – ferlega smart…

…en þessi er frá Rúmfó og heitir Vassgro – smella hér

…ég týndi líka villiblóm og skellti í tvær könnur úti á palli. En silfurskúfurinn er alveg yndislega fallegur…

…en þið sjáið þegar þið horfið yfir pallinn, að þarna sjást lauf sem eru farin að falla. Helst til snemma að mér finnst…

…enda af nægu að taka þegar það kemur að laufblöðum í garðinum…

…en það er full þörf fyrir hlý teppi úti við…

…þannig að hér sjást myndir af fallegum degi á pallinum, en ansi hreint köldum! Vona að þið eigið yndislegan dag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *