Forn fegurð…

….það er eitthvað svo ótrúlega heillandi við eyðibýli. Öll þessi saga, lífið sem hefur verið lifað í þessu tóma húsi – sem stendur nú og leyfir vindinum að blása í gegn og tekur á móti öllum veðrum.

Þau eru falleg, sérstaklega þegar maður setur eitthvað svona ferskt og fallegt inn á myndina eins og skærgul blóm í móa…

…eyðibýlið sem við stoppuðum við heitir Vatnsdalur og stendur hinum megin við fjörðinn frá Patreksfirði. Stórt og mikið hús, og hefur svo sannarlega verið glæsilegt á sínum tíma…

…inni má sjá máða málningu á veggjum…

…það er víst engu logið um að tískan fari í hringi, því eins og sést þarna þá eru veggir og loft málað í sama litinum…

…efri hæðin, en við gengum ekkert um þarna – bara rétt kíktum upp stigan og stóðum við hann og gægðumst um…

…fallegasta málverk hússins hangir enn á sínum stað – síbreytilegt með árstíðum…

…dótturinni þótti þetta allt saman frekar háskalegt og spennandi á sama tíma…

…máðar spýtur á veggjum og lofti…

…skyldi hafa hangið ljós í þessum mikla krók þarna í loftinu? Ég er forvitin að vita…

…í Vatnsdalnum fannst líka mjög merkilegt fornaldarkuml 1964, þegar bændur voru að grafa fyrir kartöflugarði fundu þeir mannabein – hægt að lesa um það með því að smella hér

…ef þið stoppið við hjá svona eyðibýlum þá er bara nauðsynlegt að ganga um svona minjar með virðingu – ekki róta við neinu eða taka eitthvað…

…og fara varlega…

…njótið dagsins ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

1 comment for “Forn fegurð…

  1. Sólveig Ara
    23.07.2019 at 19:05

    Í Vatnsdal hafa margar fjölskyldur búið – fór reyndar í eyði um miðjan 7.áratuginn. Meðal þeirra sem þarna áttu heima og ólust upp var móðurfjölskylda Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur – margt manna. Þarna fundust merkar fornleifar uppúr 1960 (man ekki nákvæmlega ártalið).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *