Uppáhalds…

…stundum horfir maður á einhvern stað á heimilinu og uppgvötar að maður hefur raðað saman svo mörgum hlutum, sem allir eru í sérstöku uppáhaldi! Hér gerðist það!

Ég elska þessa klukku. Hún er frá Rúmfó en hefur ekki verið til í ansi langan tíma. En ég sá hinsvegar náskylda tvíburafrænku hennar í Dorma núna um daginn…

…vasinn þykir mér æðislegur. Hann fékkst í Módern og ég var búin að horfa á hann í nokkra mánuði. En blessaður vasinn kostaði 27þús og ég var bara ekki alveg að tíma því í vasa sem mig “vantaði” ekki beint. Síðan var ég fyrir tilviljun að ramba þarna inni, fyrir nokkrum árum og það var útsala í gangi. Vasinn góði á 70% afslætti og fékk því að koma beina leið heim…

…þessi glerkassi er örugglega 8 ára gamall og ég elska líka að það er texti framan á honum, svona eins og gamalt sendibréf. Innan í er síðan mynd af okkur að kyssa frumburðinn alveg í klessu.

…annað sem er svo mikið uppáhalds, er bókin hennar Joanna Gaines. Hún er æðisleg og ég mæli með henni fyrir hvern sem er. Fæst á Amazon með því að smella hér

…auk þess eru Stoff-stjakarnir þarna ofan líka. En ég fékk þá frá mömmu og pabba í jólagjöf og finnst þeir alveg æði!

Sko, það er saga á bakvið flest 🙂

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *