Annan til…

…oftast nær sjáið þið myndir frá mér sem eru svona. Sumir kalla þetta eflaust uppstilltar myndir en svona eru hlutirnir hjá mér oftast nær. Ég er bara ein af þessum sem hef gaman af því að stilla upp, raða saman og leika mér að því að breyta…

…og þetta byrjar oft svona. Ég fer af stað til þess að þurrka af, ákveð svo að breyta smá og enda svo með því að taka hring með allt dótið mitt. Annan til…

…skápurinn verður alltaf smá svona “reittur” – sérstaklega þegar ég er ekki búin að breyta lengi. Svo er búið að vera að nota mikið úr honum fyrir jólin, afmæli og fermingar og svo framvegis…

…þannig að það er ágætt að vera með ansi stórt borðstofuborð og ég var að lokum búin að tæma af báðum mublunum beint á eldhúsborðið…

…mér finnst þetta ótrúlega góð leið til þess að breyta öllu upp á nýtt og þrífa allt sérlega vel…

…tómur og ferskur skápur, sem er þá auðvelt að færa til…

…og la voila…

…að vanda þá eru það gömlu góðu handklæðin eða tuskur undir fætur, og þér eru allir vegir færir til þess að færa nánast hvað sem er…

…nú þar sem borðið er töluvert breiðara en skápurinn, þá þurfti að jafna þetta aðeins út til þess að allt gengi upp. Ég ákvað því að færa spegilinn yfir arininn og setti klukkuna fyrir ofan borðið. Ég prufaði líka að nota mæðradagsdiskana mína, en fannst þeir alls ekki ganga upp þara með. Blái liturinn of dominerandi að mínu mati…

…skápurinn small bara beint á hinn vegginn, enda nóg pláss og allt í gúddí. Ég ákvað líka að setja eina af gömlu töskunum ofan á hann, fannst það koma vel út…

…og svo fór allt inn aftur, enda þarf að koma þessu fyrir…

…allir sáttir á þessum væng…

…og fyrir konu með púðablæti, þá er fallegt að stilla upp púðum 🙂 já ég veit, ég er spes…

…svo var bara beðið eftir að hengja upp klukkuna…

…og á meðan kózýbirta og smá kertaljós…

…síðdegisbirtan flæðir inn…

…veggvasarnir komnir aftur upp á vegginn, aftur á “sinn” stað…

…og svo allt komið á sinn stað. Búið að breyta smá til, létta á sumu og leika sér með dótið sitt…

…og í bili þá er ég sátt. Það er gaman að róta aðeins til í þessu öllu, finna hlutum nýjan stað, eða jafnvel nýjan tilgang og það verður allt eins og nýtt. Þar til næst 😉

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Annan til…

  1. Margrét Helga
    30.04.2019 at 08:09

    Þú ert svo mikill snillingur 🙂

  2. Birgitta Guðjons
    30.04.2019 at 20:43

    Alltaf gaman að sjá þig breyta og leika,mér finnst þú toppa þig í hvert sinn….ert svo frábær og flink í að finna hlutunum besta staðinn..takk fyrir alla fallegu póstana ….kv Birgitta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *