Svo komu páskar…

…og fóru um leið. Nokkrar myndir af páskahátíðinni okkar…

…enn og aftur sannast hið “fornkveðna” – að allt verður betra með blómum. Fölbleikir túlípanar glöddu mig í eldhúsinu…

…Molinn sát yfir að fá ekkert páskaegg, nema auðvitað bara þau sem eru laus við súkkulaði, og eggin sem krakkarnir blésu út og máluðu í leikskólanum á sínum tíma…

…talandi um að blása úr eggjum, þá ákváðum við að prufa að skreyta þau bara með pennum og það kom skemmtilega út. Einfalt og fallegt…

…skruppum í smá bíltúr á laugardeginum og skoðuðum svæðið hjá hótel Borealis, ásamt því að stoppa í Dalsgarði í Mosfellssveit og kaupa íslenskar rósir beint af bónda…

…eftir þónokkra leit þá fundu þessi eggin sín. Allir sáttir með sitt…

…og við áttum von á foreldrum okkar beggja í páskamatinn og skreyttum borðið því bara frekar einfalt. Fallegar bleikar diskamottur fengust í Rúmfó og lítil M&M páskaegg á þeim…

…keypti líka alveg óvart nýtt páskaskraut daginn fyrir páskadag…

…en bæði glerkúpullinn og kanínurnar fengust í Fjarðarkaup og ég bara varð að taka þetta með mér heim…

…svo komu páskarnir og kláruðust nánast um leið, tíminn líður bara svo hratt…

…vona að þið hafið átt ánægjulega páskahátíð – takk fyrir að kíkja í heimsókn, eins og alltaf, og bara knús inn í daginn ykkar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *