Smávegis páskaskraut…

…var sett upp hér um helgina. Ekki mikið en bara smá til þess að minna á hvaða árstími er kominn. Ég vil helst bara skreyta með blómum og eggjum á þessum tíma, smá svona pasteltónar og vorfílingur…

…ég dró fram gömul egg sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni fyrir mörgum árum, en mikið af fallegasta páskaskrautinu mínu er þaðan…

…síðan tók ég 3ja hæða disk frá Rúmfó, sem er orðinn nokkurra ára gamall líka…

…ég átti fallegt lítið hreiður, líka frá Litlu Garðbúðinni – og þessir fuglar voru til í Rúmfó fyrir nokkrum árum…

..þarna er lítill fjaðrakrans og innan í hann setti ég lítið hreiður sem ég útbjó bara úr greinum úr garðinum…

…og raðaði þessu öllu saman á diskinn í horninu á eldhúsinu. En þetta er svona ekta sem ég fíla, svona smá rustic og natur í bland við glamúr…

…skellti síðan nokkrum eggjum í glerkrukku við hliðina, sem eru öll svona natur, og þetta er allt að tóna fallega, að mínu mati…

…postulínseggin fallegu fengust í Púkó og smart, sem þá var, og doppueggið er að mig minnir úr Rúmfó…

…þetta þarf ekki að vera flókið til þess að vera fallegt…

…eldhúsborðið er síðan ennþá einfaldara…

…ég er með lítinn kökudisk, og ef þið kíkið vel þá sjáið þið að þarna er kanínukrútt sem heldur honum uppi. Diskinn fann ég fyrir mörgum árum á nytjamarkaði og spreyjaði hvítann…

…og ofan á, bara eitt lítið hreiður…

…þetta finnst mér fallegt…

…síðan breytti ég líka um helgina, og færði skápinn yfir á vegginn nær eldhúsinu. Meira af því síðar!

Hvernig líkar ykkur svona hlutlausara páskaskraut, lítið af gulu hér á bæ!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “Smávegis páskaskraut…

  1. Birgitta Guðjónsd
    17.04.2019 at 10:56

    Svooooo fallegt, njóttu páskahelgarinnar með þínum,gleðilega páska.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *