Á annan máta…

…eitt af því sem ég hef alltaf jafn gaman að, er að finna hlutum nýjan stað og prufa að setja eitthvað þar sem því var kannski ekki beint ætlað að vera upprunalega. Hjá mér er gamall klukkuskápur orðinn að stofustássi, klukka er orðin að borðplötu og þar fram eftir götum…

…ég fékk mér t.d. minni hringspegilinn frá Rúmfó til þess að nota hann sem bakka…

Það var upprunalega ástæðan fyrir því að hann kom hingað heim. En svo var ég að breyta í stofunni og hann varð allt í einu “heimilislaus”.
Inni í eldhúsi var ég svo með hringinn frá Barr Living, reyndar í smá páskafíling, en ég fékk smá hugmynd…

…niður fór hringurinn…

…upp með smá vír og festum saman…

…og ég er ferlega ánægð með útkomuna – finnst þetta koma skemmtilega út…

…ótvíræður kostur er líka að ég sé út á bílaplan þegar ég stend t.d. þar sem þessi mynd er tekin…

Spegill frá Rúmfó – smella hér
Hengi frá Barr Living – smella hér

…svona var þessi litli póstur í dag. Agnarsmár en gefur ykkur kannski smá hugmyndir – vona að þið séuð að eiga yndislegan dag ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *