Stofan – hvað er hvaðan II…

…yfir í stofuna sjálfa.
Regla nr 1, 2 og 3 – krakkar mínir, það þarf ekki að raða öllum húsgögnum upp við vegg 🙂 Ef við hættum að festa öll húsgögn við veggi, þá fá þau meira andrými og þannig verður allt betra.

Fyrir myndin:

Eftir myndin:

…þetta er sérstaklega áberandi í fallega sófasettinu þeirra sem stækkaði heil ósköp við að fá smá pláss í kringum sig. Það nær loksins að njóta sín sem skildi. Við erum áfram með leðurskemilinn inni í stofunni (sem var áður í sjónvarpshorninu) og ýtum honum undir borðið, þannig að hægt sé að draga hann fram og til baka eftir þörfum…

…mottuna keyptu hjónin í Línunni, mjög falleg…

…hér sést hvenig skápurinn er að ofanverðu, eftir að tréskrautið var tekið í burtu. Svo er alltaf snilld að grúbba saman, eins og hér eru þrír svipaðir vasar saman…

…eins lét ég skápinn standa skáhalt í horninu og mér finnst það koma bara vel út. Hann er líka svipaður að lit og lægri skenkurinn og þar af leiðandi tenging við hann og borðstofuborðið. Það er alltaf voða gott að vera með svona tengingar…

…sjónvarpsskenkurinn er Besta frá Ikea, og auðvitað er snilld að vegghengja svona, það verður svo létt yfir því…

…sjónvarpið er líka snilld, því að það er hægt að velja myndina á það og það verður svo bara eins og hvert annað málverk á veggnum, þvílíkur draumur…

…litlir sætir vasar á Ikea á skenkinum, svona til þess að fá smá svona skraut þarna á…

…svo er það hilluveggurinn með myndarömmunum. Það vantaði eitthvað sem myndi “fylla upp í” vegginn án þess að hann virkaði troðinn, og við vildum líka hafa séns á að stækka þetta með tímanum eftir vilja. Svo af því að þetta eru hillur þá er auðvelt að skipta út fylgihlutum og bara almennt að leika sér að þessu öllu…

…djúpa hillan er frá Dorma, en þessar grynnri eru frá Rúmfó. Rammarnir eru flestir frá Ikea

…en mér fannst alveg nauðsynlegt að fá eina stærri/dýpri hillu með þessum litlu til þess að ná jafnvægi á vegginn, og þannig að hægt væri að stilla upp með aðeins stærri hlutum.

Stóru luktirnar eru svo snilld til þess að fá eitthvað fallegt á gólfið og bara gera stemmingu þegar kveikt er á kertaljósi. Báðar koma frá Rúmfó…

…borðstofuborðið fékk að njóta sín við gluggana. Auk þess var bætt við gardínustöngum og nýjum gardínum frá Rúmfó. Sniðugt tips er að setja stöngina í hæðina 2.40m þá þarf oftast ekkert að stytta neinar gardínur.

Við völdum Marisko-gardínurnar og þið getið skoðað þær með því að smella hér

…en það er ótrúlegt hversu mikil breyting verður á rýminu bara við að fá gardínur, því að þær gefa svo mikla mýkt og hlýju inn…

…lítil hliðarborð eru alltaf sniðug og auðvelt að nota hér og þar, og færa til eftir þörfum. Þetta er úr Ikea að ég held, en svo fæst svipað í Rúmfó og í svörtu, gráu og hvítu…

litlu kertastjakarnir eru frá Rúmfó og líka vasinn…

…þið sjáið hérna alveg sömu húsgögnin og hvað þau ná að njóta sín betur í meira plássi…

…ég verð líka að ítreka þakklæti mitt til þessara dásamlegu hjóna að leyfa mér að deila breytingunni með ykkur. Það er alls ekki sjálfgefið að hleypa “öllum” svona inn á sig og ég tek ofan fyrir þeim að gefa samþykki sitt.

En ég var hins vegar svo spennt að fá að sýna ykkur þetta, því að þetta er svona ekta breyting eins og er svo skemmtilegt að gera. Sýnir líka að það að breyta til, eða hreinlega að koma sér enn betur fyrir, þarf ekki að þýða að henda öllu út – heldur bara smá rótering og örlitlar viðbætur!

  • Motta – Línan
  • Sjónvarpsskenkur – Besta frá Ikea
  • Djúp vegghilla – Dorma
  • Grunnar vegghillur – Rúmfó
  • Stórar lukir – Rúmfó
  • Gardínur – Marisko frá Rúmfó

Með því einu að færa til hlutina og hugsa örlítið út fyrir kassann. Allt sem þau áttu fyrir var fallegt, og húsnæðið er virkilega fallegt, og það vantaði bara að blása smá svona álfaryki yfir til þess að allt myndi smella saman.

Til þess að skoða fyrri póstana er hægt að smella hér:
Stofubreyting – fyrir og eftir
Stofa – hvað er hvaðan I

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *