Innlit í Dorma…

…þegar við vorum í okkar dýnuskoðunarferðum, þá fórum við m.a. í Dorma (og enduðum á að fá okkur dýnu þar) en ég rak augun í hvað er mikið af fallegum smáhlutum og gjafavöru þar.  Mér fannst því kjörið að gera innlit þar og einblína svolítið á þessar vörur og skoða síðar húsgögnin, og eru þetta myndir frá versluninni í Holtagörðum sem og á Smáratorgi…
Að gefnu tilefni þá er Dorma með auglýsingu hér á síðunni en ég fæ ekki greitt fyrir sérstaklega fyrir þessa innlitspósta, og eins og alltaf – þá er það ég sem vel hvað ég mynda, og er því að sýna ykkur það sem ég rek augun í og er að heilla mig!…eitt af því sem heillaði mig alveg, og ég er enn að spá í er þessi skál á fæti.  En mér finnst hún alveg geggjuð og sé hana fyrir mér notaða á ýmsa vegu…
…alls konar skemmtilegir vasar og skrauthlutir…
…ég var alveg sérdeilis skotin í þessum kortum, en þeim svipar mjög til kortsins sem við erum með inni hjá litla manninum…
…geggjuð teppi – sérstaklega svona til þess að henda yfir rúmið…
…bæði litla bakkaborðið, sem og geymslukassarnir eru mér mjög að skapi…
…og þessir stóru kertahringir, þeir eru æði…
…mikið af fallegum svona álvegghillum, í alls konar stærðum og gerðum – og þessir kringlóttu speglar eru geggjaðir…
…yndislegir velúrstólar, í alls konar litum…
…falleg hliðarborð, og líka sófaborð.  Líka töff þessi festing á vegginn fyrir teppin…
…og þarna fást alveg sjúklega töff, risastórar, klukkur…
…eins er gaman að sjá hversu fallega er uppstillt í búðunum, það gerir svo mikið…
…mér fannst svarta hliðarborðið æðislegt, og einnig stiginn…
…en eitt af því sem ég var mest skotin í voru þessir hérna speglar! Mér finnst þeir æði…
…þessi áferð er geggjuð…
…elska svona vasa sem er svo líka hægt að skella bara sprittkerti ofan í og gefa þeim alveg nýtt hlutverk…
…stór og gróf tréskál, virkilega töff…
…blómapottar í mismunandi hæðum eru snilld, það gerir svo mikið að leika með hæðina á hlutum…
…grófar viðarluktir eru alltaf flottar, og gefa svo flotta skugga þegar kveikt er á kertum í þeim…
…alveg hreint geggjaðir draumafangarar, næstum eins og ég er með inni hjá dömunni…

…svo fallegir púðar…
…ferlega töff kertastjakar, svona “náttúrulegir”…
…og allir elska að grúbba saman, ekki satt…
…svo eru svona vasar með “áferð”, alltaf sérlega skemmtilegir í uppstillingar…
…flottir bakkar, og þessi karfa er hrein dásemd…
…lítil töff hliðarborð…
…þetta sófaborð fannst mér truflað…
…geggjaðir vasar með víðu “opi” – það væri td geggjað að vera með túlípana hringaða ofan í vösunum…
…þið getið skoðað smávörurnar á heimasíðu Dorma – með því að smella hér!
Síðan er afmælismánuður og það var heill bæklingur með tilboðum – hægt að skoða hann með því að smella hér!
…annars vona ég bara að þið eigið dásamlega helgi í vændum, njótið hennar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Innlit í Dorma…

  1. Halla Rún Halldórsdóttir
    07.10.2018 at 02:00

    Já takk 😍

  2. Heiða Rós Hauksdóttir
    07.10.2018 at 11:08

    Já takk 😍

  3. 07.10.2018 at 11:10

    Já takk 😍

  4. Friðvör Harðardóttir
    07.10.2018 at 14:55

    Já takk <3 <3

  5. Ingibjörg Bjarnadóttir
    09.10.2018 at 12:27

    Já takk🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *