Frískað upp á…

…svona fyrir sumarið!  Það er nefnilega víst þannig að ef maður finnur ekki sumartíð utandyra, þá þarf maður bara að gera sér bjartara inni fyrir……smá svona Mola-pása, því að inn á milli eru bara svo sætar myndir af honum að þær þurfa að koma inn…
…eitt sem er ágætt að impra á.  Ég er t.d. alltaf með teppi þarna yfir legubekkinum, og það er ekki bara af því að mér þykir teppið fagurt.  Það er líka vegna þess að með því að hafa teppi þarna yfir þá hlífi ég stólnum – þar sem þetta er eini stóllinn sem Molinn fær að liggja í svona að staðaldri. Sko það er alltaf hægt að blanda saman praktík og fegurð…
…svo var það sem áður, að ég fékk súper hugmynd í kringum miðnætti að skipta um á sófunum.  Ég brýt alltaf saman af settinu og geymi í stórum plastpoka, og svo þvæ ég og skelli beint utan um.  Þannig sléttist vel úr þessu…
…og ég læt pullurnar síðan standa upp á rönd í kannski 12-14 tíma og þær eru þær orðnar alveg þurrar…
…og já það er svona líka fínt hjá mér á meðan 🙂
…og fyrir þá sem alltaf spyrja þá heita sófarnir Stocksund og eru frá Ikea.  Við erum með tvo 3ja sæta og legubekkinn, og erum með áklæði í dökkgráu og off-white…
…og þannig look-ar þetta svo, púða og allslaust.  Það er samt svolítið þannig með sófa að þeir þurfa eitthvað með, þið vitið svona fylgihluti sem gefa þeim meiri karakter…
…þið sjáið bara muninn – fyrir…
…og eftir!
…var ég búin að segja að ég eeeeeeelska að geta skipt um áklæði ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Frískað upp á…

  1. Íris
    12.06.2018 at 10:12

    Hvaða gardínur ertu með þessar dökku þ.e.a.s.?

  2. Margrét Helga
    13.06.2018 at 09:01

    Langar pínu í svona tausófa í stofuna….kemur vonandi að því einhverntímann 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *