Glænýtt Múmín…

…ég verð að viðurkenna að ég á ekki einn Múmínbolla, nema þessa hérna (smella) sem að mamma gerir.  En ég var hins vegar að sjá að það eru að koma út nýjar könnur frá Arabia sem eru alveg dásemd.  Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessar æði, sérstaklega húsið

Hið hringlaga Múmínhús og hin hlýlega og notalega stofa þess eru myndefni nýju Múmínkannanna. Stærri kannan (Moominhouse) sýnir Múmínhúsið að utan og með henni fylgir sniðugt keramík lok. Minni kannan (Afternoon in parlor) sýnir Múmínhúsið að innan og hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða sósur, t.d. með eftirréttinum.

Múmínpabbi byggði Múmínhúsið alveg sjálfur og er hann þar af leiðandi einstaklega stoltur af því, en húsið hefur staðið bæði óveðursstorma og jarðskjálfta. Í húsinu búa Múmínpabbi, Múmínmamma og Múmínsnáðinn. Það er mikill gestagangur á heimili Múmínfjölskyldunnar og eru allir velkomnir. Húsið er á þremur hæðum og stofan notalega er á jarðhæðinni. Þar koma gestir og heimilisfólk saman til að njóta góðgætisins sem Múmínmamma ber fram.

Múmínkönnurnar fara í sölu á Íslandi 1. júní næstkomandi.
Myndir og texti af heimasíðu Ásbjörns Ólafssonar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *