Stjörnustrákur…

…og nei, ég er ekki að vísa til íþróttafélagsins 😉

www.skreytumhus.is-015

Heldur bara ást minni á stjörnuforminu, sem stigmagnaðist þegar að ég fékk fína rúmteppið hans úti í Köben á sínum tíma… www.skreytumhus.is.is-028

…innihjá báðum krökkunum eru síðan svona pokar, sem ég keypti á sínum tíma úti í USA, og eru svo mikil snilld fyrir alla bangsana, fyrir búninga, og auðvitað sverð og annar slíkar nauðsynjar ungra manna.  En reyndar er pokinn hans í brúnum lit, enda var herbergið hans í brúnum tónum þegar hann var bara lítill gaur…

www.skreytumhus.is.is-030

…þannig að þegar ég sá þessa poka í Rúmfó, núna um helgina, þá stóðst ég þá ekki.  Þessir eru gráir og svo eru til með stórri hvítri stjörnu, eða mörgun litlum.  Fengust svo líka í hvítu og beislituðu

www.skreytumhus.is

…svona pokar eru snilld – taka endalaust við…

2016-01-25-152136

…og auðvelda allan frágang til muna.  Þar að auki þá eru þeir algjörlega með framhaldslíf fyrir óhreint tau í unglingaherbergjum framtíðarinnar 😉

www.skreytumhus.is-002

…það eru líka til svona stjörnusnagar, sem ég á reyndar eftir að finna stað…

2016-01-25-151503

…ást mín á svona litum pokum er líka til staðar – þessir eru frá Söstrene og H&M Home, og frábærir fyrir alls konar smáhluti sem falla til…

www.skreytumhus.is-010

…enda er ég með þá út um allt…

www.skreytumhus.is-012

…eða svo gott sem…

www.skreytumhus.is-011

…og það er ekki bara mamman sem fer hamförum í skápahreingerningum (sjá hér) heldur fjárfesti ég líka í þessum litlu boxum, líka í Rúmfó

www.skreytumhus.is.is-029

…einmitt fyrir litla skipuleggjarann minn…

www.skreytumhus.is.is-0301

…sem varð heldur en ekki kátur að setjast niður og flokka alls konar Lego kubba og kalla þarna ofan í…

www.skreytumhus.is.is-032
…sko bara, litli skipuleggjandinn…

www.skreytumhus.is.is-031

www.skreytumhus.is.is-035

…fékk við þetta aðstoð systur sinnar…

www.skreytumhus.is.is-033

…og þrífst í svona skipulagi…

www.skreytumhus.is.is-034
…ég setti síðan svona stál/vírakörfu úr Rúmfó og notaði hana sem “Skósveinagildru” 😉

www.skreytumhus.is-004…eða svona næstum…

www.skreytumhus.is-009

…en í það minnsta þá er þetta sniðugt fyrir alls konar bangsa og leikföng…

www.skreytumhus.is-006…og bara ferlega flott líka…

www.skreytumhus.is-005…þarna sést furðufuglinn sem sá stutti gerði fyrir jólin (sjá hér), og litla tröllið sem situr á G-inu er föndur sem hann var að gera með ömmu sinni þegar hann gisti þar síðastliðna helgi…

www.skreytumhus.is-013

…og gamli krúttaði íkorninn situr enn í hillunni, í skjóli sveppanna…

www.skreytumhus.is-014

…annars verðið þið að afsaka birtuskilyrðin í þessum “gráu” myndum, en það er eitthvað erfitt að mynda þessa dagana.  Það virðist hreinlega ekki birta til suma dagana. En vonandi er bjartari tíð framundan, og þangað til, þá er haldið áfram að sortera og flokka.

En þið, er verið að “hreingera” eitthvað og grynnka á dótinu?

2016-01-25-152527
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

12 comments for “Stjörnustrákur…

  1. Margrét Helga
    27.01.2016 at 08:13

    Þessir stjörnupokar eru náttúrulega bara æði! Hvetur mann til þess að halda áfram að skipuleggja verðandi sjonvarpsherbergi svo að dominoið geti haldið áfram að rúlla og ég komist í strákaherbergin fyrir páska 😀

  2. Gurrý
    27.01.2016 at 08:38

    Frábært póstur!
    Já ég er að sortera og flokka þessa dagana og ég held að þessi skipulagsbox myndu slá í gegn hjá mínum 6 ára LEGO gaur. Hann er með svo kassa undir bílana sína en ég held að þessi kista væri sniðugri undir það……þarf að reyna að muna eftir þessum rúmfó á Korputorgi í næstu borgarferð og næla mér líka í einn svona taupoka.

    Hvað heita litirnir á veggnum hjá gorminum þínum, þarf að fara að mála hjá mínum og langar að breyta til hjá þeim – er með tvo saman í herbergi en hversu lengi í viðbót það gengur verður að koma í ljós :S

    Takk fyrir mig – bloggið þitt er frábært og ég fæ fullt af hugmyndum að kíkja inn 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      27.01.2016 at 12:15

      Æji gaman að heyra! Liturinn hjá honum er Gauragrár og fæst í Slippfélaginu 🙂

  3. Kristjana Axelsdóttir
    27.01.2016 at 09:05

    Þessa poka verður maður eiginlega að fjárfesta í og einhver box, allt svo miklu betra í strákaherbergjum þegar dótið á sér stað. Var einmitt að byrja á herberginu hjá mínum í gær og fékk flogakast yfir öllu legoinu sem hann á…tala svo ekki um fótboltaspilin, held að telji á nokkur hundruð!!!

    🙂 takk takk fyrir allar þær hugmyndir sem þú gefur mér við að kíkja hér í heimsókn!

  4. Anna Sigga
    27.01.2016 at 12:22

    Takk takk …. ég kemst nú ekki yfir það hvað sonur minn á mikið af LEGO og hann er ekki þessi skipulagstýpa svo ég veit hreinilega ekki hvar þetta endar hjá honum :/ en ætla í vor/sumar að taka herbergið aftur í gegn finnst vera svo stutt síðan ég gerði það en já hann langar bara í venjulegt rúm… helst rúmið mitt 😀

    kv

  5. Erna
    27.01.2016 at 14:08

    Takk fyrir reglulegan innblástur Soffía !
    Ég er einmitt með einn sem er líklega á svipuðum aldri og sonur þinn (5) ára og nota rosalega mikið svona taupoka fyrir dótið hans – og á auðvelt með að næla mér í þá þar sem ég bý í bandaríkjunum og hér er mikið til af þeim.

    Það er aftur á móti annað sem ég á ekki mjög auðvelt með að næla mér í og það er myndefni í rammana sem ég kaupi reglulega og set tóma upp í skáp ! Hvar hefur þú náð þér í svona fallegar myndir ?

    Með fyrirfram þökkum
    Erna

  6. Kolbrún Eva
    29.01.2016 at 15:05

    Flott og takk fyrir innblásturinn 🙂 hvar fékkstu annars sveppinn sem stendur fyrir framan körfurnar? er þetta kollur?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.01.2016 at 16:47

      Þetta er lítill kollur sem fékkst í blómabúð í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum síðan, sennilegast 2011 😉

      • Kolbrún Eva
        29.01.2016 at 20:48

        ohh, var að vona að hann væri nýr 🙁

  7. Hanna
    29.07.2016 at 22:58

    Hæ elsku Soffía, langar af spyrja þig hvaðan gardínurnar séu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.07.2016 at 11:48

      Sæl Hanna 🙂

      Þær eru úr Ikea, en ég því miður að þeir séu hættir með þær!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *