Skreytum Hús – 3. þáttur…

…ótrúlegt en satt, þáttur nr. 3 er kominn í loftið og það þýðir að við erum hálfnuð! Jeminn eini, hvað þetta líður hratt áfram.

Þið getið smellt hér til þess að horfa á þátt nr.3 á Vísir.is og svo kemur hann auðvitað líka inn á Stöð2 Maraþon í dag.

Ég mæli að sjálfsögðu með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn…

…í þessu þætti hittum við hana Ásdísi, en henni dreymdi um að uppfæra svefnherbergi þeirra hjóna svolítið. Svona þar sem að þau voru að losna við rimlarúm úr herberginu, eftir að hafa haft slíkt við hlið rúmsins í nánast 15 ár.

…eins og fyrir myndirnar bera með sér, þá var þetta mjög svo snyrtilegt og einfalt hjónaherbergi. Lítið eitt annað þarna inni en rúmið, skatthol sem átti ekki beint heima þarna og gardínustöng sem mátti muna sína daga fegurri. Svo auðvitað margumrætt rimlarúm sem var á útleið og búið að þjóna sínum tilgangi…

…liturinn á veggjunum var mjög fallegur, en þau voru aldrei neitt alltof ánægð með hann inni í rýminu og því lá það beinast við að finna annan lit sem myndi heilla, og eftir að ræða við Ásdísi (og jú manninn hennar líkar – bara ekki í mynd 🙂 ) þá kom það í ljós að þeim langaði í svona dekkri og meira djúsí fíling, svona kózý stemmingu og huggulegheit…

…ég ráðlagði þeim að fara í Slippfélagið og fá prufu af Kózýgráum, Rómó3 og t.d. Ylja, og svo ef það væru einhverjir aðrir litir að heilla…

…eftir að hafa sett prufur á veggina þá varð Kózýgrár fyrir valinu og ég var alveg 100% sátt við það. Ég hef bara ekki enn séð hann klikka sko…

…nú þegar búið er að mála þá var bara að ákveða allt hitt sem inn í rýmið átti að fara, og að vanda, þá er hér mood-board sem sýnir ykkur hlutina sem inn í rýmið fóru:

…og þegar allt kemur saman, þá er lokaútkoman þessi:

…held að við getum verið sammála um að munurinn er þó nokkur, ekki satt?

…ég er auðvitað hlutdræg en ég er alltaf jafn ánægð með Kózýgráa litinn minn, hann er alveg dásamlega fallegur…

…þar sem þau hjónin voru að fara í þessar svefnherbergisbreytingar á eigin spítur, áður en þau sáu þáttinn auglýstan, þá voru þau búin að fjárfesta í rúmbotni í Dorma. En þau voru ekki búin að fá hann afhentan og höfðu keypt rúmbotn án þess að spá nokkuð í höfðagafli. En þetta er svo algengt, sérstaklega á Íslandi, að fá sér botn og spá ekkert í gaflinum. Við fórum og kíktum á gafla og fundum Paris gaflinn í Dorma, í dökkgráu og hann heillaði þau alveg…

…það er nefnilega alveg magnað hvað það gerir ótrúlega mikið að vera með höfðagaflinn. Rúmið er í raun alveg berrrassað á hans. Eins er það geggjað að vera með botninn í stíl við gaflinn, sem er hér úr velúr, því að þá þarf ekkert að vera að spá í laki eða neinu slíku til þess að “fela ljótann rúmbotn”…

…lappirnar undir rúminu voru krómaðar, en við vorum ákveðnar í gulllömpum og því var brugðið á það ráð að spreyja bara fæturnar. Einföld lausn og auðvelt að framkvæma. Slippfélagið selur t.d. Montana spreyjin sem eru mjög góð…

…það passaði bara mikið betur inn í þetta pláss…

…önnur lausn sem varð fyrir valinu var að vera með tvö ólík náttborð. En það koma skemmtilega út í þessi rými, og þeim megin sem hringlótta borðið er var snilld að það væri aðeins léttara yfir því…

…sjáið bara hversu notó – bleiku tónarnir í púðunum eru dásamlegir með þessum gráu litum…

…þannig að það var kjörið að taka hann líka í bekknum sem var settur við vegginn. Bekkir eru náttúrulega snilld, og hér er kominn staður til þess að tylla sér á og fara í skó eða bara til þess að leggja frá sér föt dagsins, nú eða alla púðana af rúminu 🙂

…þessi fallegi bekkur fannst í Dorma, og kemur í nokkrum litum…

…fyrir ofan bekkinn var svo settur dásamlegur spegill úr Rúmfó…

…og með því að setja snaga við hliðina, þá höfum við tækifæri til þess að geta breytt auðveldlega til. Hægt að hengja tösku, klúta, blóm, myndir eða bara hálsfestar. Það er alltaf snilld að hafa tækifæri til þess að breyta til auðveldlega…

…eins setti ég litlu vegghillurnar úr Rúmfó á vegginn við hliðina, og fengum einnig smá pláss til þess að gera plássið enn persónulegra og leika með skrautmuni. Ódýr lausn sem tekur lítið pláss en gefur mikla möguleika…

…fyrir gluggann settum við tvöfalda gardínustöng (sjá hér) og svo fóru Austra og Odell frá Rúmfó fyrir gluggann. Við hækkuðum líka stöngina frá því sem var áður, og miðuðum í þetta sinn við þar sem loftalistinn var á veggnum…

…loftljósið er úr Byko, og skermurinn er úr fallegu svörtu flaueli, og kom með vel út þarna inni…

…sama má segja um náttborðslampana, en þeir eru líka úr Byko og með sama svarta flauels skerminu. Gyllti liturinn gefur síðan hlýju og glamúr þarna inn…

…við ákváðum að mála bara alveg skápana, sem eru innbyggðir, og láta þá í raun bara hverfa meira. Einföld leið til þess að breyta miklu…

…restin af snögunum fóru svo á vegginn við hurðina, svona til þess að hann væri ekki alveg ber…

….Maríustyttan er síðan frá Byko – alveg dásamleg…

…það er líka þannig að það væri auðvelt að breyta til þarna inni með því einfaldlega að skipta út litum á púðum og teppum…

…og ég mæli alltaf með að vera með svona kózýteppi á rúminu líka. Það er bara svo huggó að leggjast upp í með bók eða símann og draga teppi yfir sig, svona til þess að fá smá kózýstund…

…það eru ekki mörg húsgögn sem fara inn í hjónaherbergi almennt og það skiptir því öllu máli að velja vel og finna leiðir til þess að geta skreytt veggina smávegis með…

…skapa sér smáathvarf, því að það er svo algengt að hjónaherbergin sitji á hakanum og eru aldrei tekin fyrir “allt hitt er búið”…

…þau hjónin höfðu orð á því við mig að þeim liði nánast eins og á hótelsvítu inni í rýminu núna, og að þau væru að búa um á hverjum degi því að tilfinningin að koma þarna inn væri svo notaleg. Hversu dásamlegt er það!

…aftur var ég svo heppin með þáttakendur, en Ásdís og maðurinn hennar voru hreint yndisleg. Hress og skemmtileg hjón sem var dásamlegt að kynnast!

Takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

6 comments for “Skreytum Hús – 3. þáttur…

  1. Klara
    25.11.2020 at 21:35

    Glæsileg breyting 🙂 vá
    Er að velta einu fyrir mér þar sem ég er með “upptekið” loft í svefnherberginu endalaus hæð hvernig ég kem gardínustöng fyrir? Væri gaman að fá eh hugmynd

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.12.2020 at 21:52

      Það myndi hjálpa að sjá mynd 🙂

  2. Elva
    30.11.2020 at 09:19

    Þetta er glæsilegt og ég er komin af stað í breytingar á mínu hjónaherbergi, en er einhver ástæða fyrir því að gardínurnar eru ekki settar uppí loft?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.12.2020 at 22:00

      Það voru tveir þættir sem réðu því. Húsið er gamalt og það var listi meðfram öllu loftinu ca 20cm frá loft. Við völdum að hafa hvítt fyrir ofan listann og loftið líka og vildum ekki hylja listann alveg á einum vegg. Svo vildi það þannig til að hæðinn upp að listanum var 245cm sem þýddi að gardínur smellpassa þarna.

  3. Berglind
    02.12.2020 at 15:18

    Linkurinn á tvöföldu gardínustöngina virkar ekki?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *