Innlit í Target…

…sem er ein af mínum allra uppáhalds búðum – ever (svo ég sletti)! Ekki minnkaði ást mín á versluninni eftir að línan hennar Joanna Gaines kom inn þar (sérpóstur). Hipp hipp húrra! Ég brá mér til Boston á dögunum, og áður en ég deili þeim pósti með ykkur – þá langar mig að sýna ykkur nokkrar myndir úr Target-inu góða…

…það borgar sig alltaf að vera með góðan tíma þarna inni, og það borgar sig varla að taka svona myndir – því að eftir á að hyggja er ég að sjá eftir hinu og þessu sem ég skildi eftir í búðinni (maður er ekki í lagi sko)…

…sé t.d. eftir Falalala-pappírinum sem er þarna fremst – dæææææs…

…jólasokkaparadís…

…og auðvitað jólasokkahaldarar í alls konar útfærslum…

…sjáið bara sko – það er af nægu að velja…

…alls konar dásamleg zinkhús, hlaðan var æði…

…stóru bílarnir voru búnir, en það voru kerrur sem voru ansi flottar…

…alls konar krúttaralegt á tréð, eða á pakkana…

…sérstaklega var ég hrifin af þessum hérna, þær eru æði! og ég keypti enga!!

…ferlega töff í forstofuna fyrir póstinn, eða bara í skrifstofuherbergið…

…og nóg af svoleiðis smartheitum…

…sjálflímandi veggfóður, mikið af töff sem var til…

…og svo jólin – ómæ…

…þetta er ég búin að vera að horfa á síðan í fyrra – mjög fallegt…

…yndislegar snjókúlur…

…og púðarnir!!! Allir þessir púðar

…meiri eftirsjá – þessi hérna jólasokkastandur með burstatrjám – gordjöss í t.d. dömuherbergið…

…hérna er ég enn að skoða fyrir dömuherbergið og þessi Merry Everything hefði verið æði þar inni

…þarna er gósentíð þegar maður er að velja hnífapörin…

…geggjuð kökubox…

…og þessir hérna 3ja hæða diskar – dásemd…

…skoðaði þessar líka í fyrra og langaði í þær…

…en núna voru þessar eiginlega að heilla meira – smá munur á milli ára 🙂

…svo flottar klukkurnar…

…mikið af fallegum Hnotubrjótum, þá að margir séu mjög svo þjóðernislegir fyrir minn smekk…

…þessi eru sniðug, en þetta eru sokkadagatöl – hef einmitt keypt svona fyrir krakkana áður og aftur nú, 15 sokkar…

…meira af dásemdar snjókúlum…

…ég ákvað að gera síðan sérpóst með gersemunum hennar Joanna Gaines, finnst það vera viðeigandi 😉 Svo þarf ég að sýna ykkur góssið, auðvitað!
Þar til næst – hafið það notalegt  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Innlit í Target…

  1. Gurrý
    12.12.2019 at 10:49

    Ég líka, ég eeeeelska Target – næst fer ég með þér! 😀

  2. Heiða
    14.12.2019 at 14:31

    Það fer svo mikið af jóladótinu á 70% afslátt strax eftir jól í Target! Misjafnt á milli ára hvað er mikið eftir en hægt að gera mjög góð kaup…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *