Speglaborð – DIY…

…sum DIY eru flókin, önnur eru svo einföld að það eina sem þar er t.d. franskur rennilás með lími báðum megin.
Um daginn var ég að gera stofu í Rúmfó á Bíldshöfða og langaði svo í dökkt borð með gullborðum sem ég var að nota. Þá er bara að redda sér.


Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur

Ég tók tvö borð sem eru saman í setti og heita Ringe – smella hér

…síðan tók ég Marstal hringspeglana tvo sem til eru – smella hér

…speglarnir eru með kanti og því auðvelt að nota þá í svona, og ég setti bara filttappa undir þá – til þess að hlífa borðinu….

…ef ég væri að gera svona heima hjá mér, þá hugsa ég að ég mynda nota límfestingarnar frá Costco…

…og útkoman var bara ansi hreint flott – þó ég segi sjálf frá!


…spegillinn gerir svo mikið…

…sérstaklega með hvítu borðunum, þið vitið svona andstæður – salt og pipar virkar svo vel saman…

…ég fékk eiginlega hugmyndina fyrst þegar ég ákvað að nota minni spegilinn sem ramma í stofunni heima…

…hér sjást þau bæði, það stærra og minna…

…minna borðið…

…séð ofan á…

…og það stærra, eins og þið sjáið þá er stærðin á speglunum alveg fullkomin miðað við stærðina á löppunum á borðinu. Þetta er í réttum hlutföllum…

…og svo er bara að klára póstinn með stofunni allri! Sá póstur er á leiðinni ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Speglaborð – DIY…

  1. Kristín Hafsteins
    25.11.2019 at 13:43

    Geggjuð hugmynd, kemur rosalega vel út 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *