Lítil einföld jólaskreyting – DIY…

…ég ákvað að sýna ykkur – skref fyrir skref – eina litla jólaskreytingu.  Þið hafið svo mikið verið að spyrja mig út hvar ég fæ hlutina í þetta, og hvað ég sé að nota – þannig að mér fannst þetta bara kjörið.  Þannig að í samvinnu við Rúmfatalagerinn setti ég þessa hérna saman, og þið getið síðan vonandi notað eitthvað af hugmyndunum fyrir ykkur.
Í þessa notaði ég:
Lítinn glerkassa (gætir eins notað krukku, eða vasa, eða annað ílát)
Gervijólasnjó
Mosa
Lítil burstatré – saman í pakka
Bambakrútt
…sem sé, fyrsta vers – kassinn…
…ég var búin að spreyja botninn á minni svartann, en þið getið smellt hérna – til þess að skoða þennan
…ég hef nú sennilega talað um svona tré yfir 1000 sinnum, en þau eru snilld – og svo falleg…
…smá gervisnjór og svo mosi…
…og ég valdi lítið bambakrútt – en þetta gæti eins verið jólasveinn, eða hús eða bara hvaða “fígúra” sem er…
bambinn fæst hér – smella
…fínt að byrja á að raða trjánum, grúbba saman og góð regla er að hæðsti hluturinn er aftast…
…örlítið af mosa gerir heilmikið fyrir þetta, og þetta er bara agnarögn…
…svo er bara að skella bambanum ofan í. Eins væri hægt að fækka trjám og bæta við öðrum bamba…
…svo er bara smá snjór yfir allt saman og lítil batterýssería!
Þetta tekur grínlaust 2 mínútur.  Það væri skemmtilegt að leyfa krökkunum að gera svona.  Svo er þetta bara súper fallegt – að mínu mati!
…snjórinn er svo alveg punkturinn yfir i-ið!
Sjáumst svo á Glerártorgi í Rúmfatalagerinum í kvöld, á milli kl 20-22 – 20% afsláttur af öllu og SkreytumHús-ofurtilboð!
Fyrir ykkur í bænum þá er rétt að benda á að allar verslanir Rúmfó verða opnar til kl.22 í dag og 20% afsláttur af öllum vörum!
Norðurlandsskvísur – sjáumst♥♥
Knúsar
Soffia

1 comment for “Lítil einföld jólaskreyting – DIY…

  1. Anonymous
    15.11.2018 at 17:07

    Váááá ég ætla sko að skoða á Akureyri í kvöld 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *