Málning og undirbúningur…

…loksins kom að því að við drifum okkur af stað í strákaherbergisbreytingar! Þetta er bara búið að standa til í 8 mánuði ca! Nýtt rúm og skrifborð voru keypt í ágúst og búið að bíða síðan.  Koma svo fólk, hvurs kyns leti er þetta…

Pósturinn er unninn í samvinnu við Slippfélagið!

…þannig að ég stóð í herberginu, eins og það var og sneri mér í einn hring með myndavélina – þarna sjáið þið t.d. gítara sitt hvoru megin við kommóðuna…
…það er alveg ótrúlegt hvað mér finnst erfitt að breyta oft í krakkaherbergjunum og taka í burtu hluti.  Ég held að það sé hluti af því að maður er að “kveðja” ákveðið skeið og börnin eru að stækka svo hratt að þau eiga bæði eftir að vaxa mér yfir höfuð mjög fljótlega – sem er yndislegt…
…eins mikið og við elskuðum þessa hérna, þá var það vitað að hún þyrfti að fara út…
…og heiðarleg tilraun yrði gerð á að fækka aðeins í bangsadeildinni…
…og restin af dótinu, þá væri bara að flokka flokka og flokka…
…og rúmið var bara 160 og því komin tími á að leyfa unga manninum að fá rúm í fullri stærð…
…stóra systir hjálpaði til við að tæma…
…og auðvitað herbergiseigandinn…
…eins og sést, þá þurfti að nýta allt plássið…
…og það er ótrúlega fljótt að tæmast allt saman…
…og hversu berangurslegt allt verður…
…kveðjum skýjin og veggstafina…
…og elsku hillan tóm (sjá hér DIY-smella)…
…Moli á allan heiminn sko…
…og drengurinn ákvað að kveðja hilluna með athöfn…
…og já, þetta er dekurdýr…
…allt tómt og svo er bara að mála…
…jæja, þetta málar sig ekki sjálft. Nóbb, Moli komst að því!…og ég varð bara að leyfa þessari mynd að vera inni sökum þess hversu tignarlegt skottið hans Mola er á henni 🙂
…svo var málað yfir aftur með sama litinum – Gauragrár, sem er einn af SkreytumHús-litunum mínum
…og Moli fylgist með af athygli…
…næsta skref fól í sér límband, og við fengum svona sérstakt nákvæmnis límband í Slippfélaginu sem mælt var með…
…við byrjuðum að setja límbandið við gluggann, því að það er gott að sjá hvernig þetta kemur út við hann.  Eins er gott að spá hvernig línurnar hitta á hurðina í herberginu…
…og þegar þið skoðið myndina hér fyrir ofan, þá sjáið þið svona lazer-línu sem við notuðum til viðmiðunar þegar við festum límbandið og þetta er snilldargræja.  Við erum búin að eiga þetta í mörg ár og notað mikið, en ég fann sambærilegt hjá Húsasmiðjunni (smella)
…og svo er gott að strjúka sérstaklega vel yfir límbandið með hendinni…
…og svo er alltaf gott að vita þegar framkvæmdir fara af stað – þá springur húsið…
…af þessum tveimur var annar sem vann mikið meira en hinn.  En hvort sem þið trúið því eða ekki, þá húsbandið ekki í skammarkrók, bara í smá rafmagnsvinnu þarna í horninu 😉
…sko, svona!
…litlir hundar kunna að redda sér sko!
…næsta skref! Eins og þið sjáið þarna, þá erum við búin að mála yfir límbandið í miðjunni.  Ástæðan fyrir þessu var til þess að koma í veg fyrir að dekkri liturinn, sem við erum að nota í rendurnar, blæði inn fyrir límbandið.  Þetta er meira svona til öryggis, en þetta er skref sem tekur stutta stund – mesti tíminn fer í að bíða eftir að málningin þorni…
…svo var að mála með dökka litinum, og við völdum alveg matta málningu í Kózýgráum – sem er æææææði og einn af litunum sem er á 50% afsl hjá Slippfélaginu núna í febrúar
…og svo málað…
…og þá var útkoman þessi…
…við fórum bara eina umferð, enda var þetta rúllað með lítilli rúllu og farið vel yfir, þannig að þá var bara að taka límbandið af.  Best er að gera það áður en málningin þornar…
…vá hvað þetta var skemmtilegt að horfa á…
…dásamlega hreinar línur…
…og þvílík breyting sem varð…
…alveg hreint magnað hvað svona smávegis getur gjörbreytt rýminu! Finnst líka skemmtilegt að þetta er á því svæði þar sem nánast ekkert er – myndir eru ekki hengdar svona hátt og húsgögn fara ekki fyrir…
…ég valdi síðan inn skáp frá Rúmfó sem heitir Manderup – sjá hér
…þá er á stundum sem þessum sem ég man eftir að mér þótti ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara eftir leiðbeiningum í Lego og svona, en sem betur fer er eiginmaðurinn sérlega snjall…
…falleg áferðin á skápnum…
…Molinn hélt að hann væri að fá einkastíu…
…ég er rosalega hrifin af skápnum, bæði er hann stór og við komum vel fyrir öllum fötum.  Heldur erum við líka að ná að geyma slatta af bókum og dóti þarna inni núna…
…eins gefur viðaráferðin svo mikla hlýju inn í herbergið – og ég held að skápurinn eldist vel með unga manninum…
…og þá er komið að því skemmtilegasta – raða öllu inn, og auðvitað svara öllum spurningunum ykkar! Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Málning og undirbúningur…

  1. Margrét Helga
    11.02.2018 at 09:31

    Bara æðislegt..öfunda hann reyndar helling af þessum skáp…væri til í að gera eitthvað svona inni hjá mínum drengjum….

Leave a Reply

Your email address will not be published.