Innlit í Pier…

…um daginn leit ég við í Pier á Smáratorgi.  En þar í gangi ein svakaleg útsala og því kjörið að kíkja við og gera góð kaup.  Ég tók nokkrar myndir, sumar hafa sést á Snappinu en ekki allar og því er hérna öll súpan 🙂
Flestar útsöluvörurnar eru komnar á 70% afslátt, sem er náttúrulega bara kreisí.
Æðisleg körfuborð, þessi eru snilld – grátt borð (smella)
…awwwww bambakrútt – þau verða ekkert minna sæt í jan en í des sko – (smella)
…svo flottir snagar – það er æðislegt að taka t.d. flotta rekaviðarspýtu og setja nokkra svona á – þessir eru núna á 200kr (smella)
…svo fallegir…
…stólar og alveg hreint geggjað borðstofuborð.  Finnst diskarnir líka æðislegir…
…bleik rómantík og blúndur – bleik glös (smella)
…þetta finnst mér geggjað.  Svo flott í t.d. strákaherbergin og er komið á bara 1500kr núna (smella)..
…þessir eru geggjaðir, og kostuðu 1000kr…
…nýjir og ekki á útsölunni, en ferlega flottir…
…þessar eru líka nýjar – æðislegar fyrir teppin í stofunni…
…ég og klukkur – við eigum í svo góðu sambandi…
…þetta stofuborð finnst mér alveg hreint æðislegt – smella
…þessi er svona tvíburafrændi sófans míns, nema þarna er enn til legubekkur – mér finnst hjólin ææææðisleg – legubekkur (smella) og sófi smella
…ég væri sko til í bæði stólinn og ljósið – smella
…og alls konar dásemdarpúðar – á 500kr!!!
…æðisleg hliðarborð – smella
…gluggar – ég þarf varla að segja meir!
…já halló og sælir, hér eru við í rómó huggulegheitum – provence stellið (smella)
…þessi hérna finnst mér æðislegur…
…og bekkur við borðstofuborð – loffit…
…svei mér þá – ef ég væri ekki bara til í svona risavaxið flöffí rúmteppi – það er alveg draumur…
…dásamlegur þessi hérna – ekki satt?  Smella
…þessar hérna eru æði – ofsalega fallegar (smella)
…alls konar speglar, franskir og bara allra þjóða – smella
…þessi hérna er líka geggjaður – svo franskur og sætur – smella

…líka ofsalega mikið úrval af fallegu leirtaui…
…þessir stólar eru æðislegir við þetta flotta borð ♥
…hnettir eru alltaf svo flottir, og snilldar fermingargjafir – smella
…svo er líka mikið af fallegum ljósum (smella)
…geggjað (smella)
…stórhættulegbúð fyrir konur með púðablæti sko…
…alveg hreint ofsalega mikið af fallegu til, og eins og áður sagði – á hreint frábæru verði.  Sniðugt að kaupa t.d. hluti í afmælisgjafir og bara alls konar.
Ég tók sérstaklega tímann í að reyna að finna sem flesta hlekki fyrir ykkur sem eruð úti á landi, og þið náið vonandi að nýta ykkur það eitthvað.
Hér er allt sem er á útsölu (smella).
♥ Knúsar inn í helgina ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Innlit í Pier…

  1. Margrét Helga
    31.01.2018 at 10:48

    Vá hvað veskið mitt er fegið að ég átti ekki leið í Pier þarna um þetta leyti!! 😉 Það hefði tæmst!!! :O

Leave a Reply

Your email address will not be published.