Glasgow…

…um daginn þá stukkum við vinkonurnar til Glasgow.  Það er sko ekkert grín að við stukkum.  Af stað á föstudagsmorgni, komin upp á hótel um kl 11 og farin út af hótelinu á sunnudagsmorgni kl 10.  Sem sé, hviss, búmm, bang……snilldin við að fara svona til Glasgow, er að flugið er bara rétt um 2 tímar – sem er auðvitað bara skottúr…
….sér í lagi í góðum félagsskap…
…ég veit reyndar ekki hvað maður á að segja um vinkonur sem mynda mann steinsofandi (engar áhyggjur, ég hefni mín síðar 😉 )…
…og við tókum þetta skilti til okkar – við vorum mættar til þess að SHOPGLA…
…ef þið spyrjið mig hvort að Glasgow sé ekki falleg borg, þá er svarið ég veit það ekki – þetta er um það bil eins mikið og ég sá af henni…
…en það kom ekki að sök.  Hótelið okkar var alveg bráðhuggulegt, og það var okkur nóg 🙂
…risastórt herbergi sem dugði vel fyrir þrjár konur – OG allan þeirra farangur, sem á það til að vaxa gífurlega að stærð í ferðum sem þessari…
…svo mjúkir og kózý hótelkoddar – ahhhh…
…en hótelið heitir sem sé DoubleTree by Hilton, og er alveg við Sauchiehall Street…
…og bráðsniðug staðreynd er sú, að á kortinu hér fyrir neðan er hótelið okkar þar sem stjarnan er – og við komumst aldrei lengra en þangað sem rauða línan nær, eftir Sauchiehall St. og bara aaaaaðeins niður…
…enda vorum við ekki í menningarferð – jólin á næsta leiti og við vorum konur í ham…
…og félagsskapurinn gæti ekki verið betri, þessar eru alltaf svona hressar…
…sko svona hressar…
…og þegar var stoppað! Þá var það alltaf svona, kók, hvítt og einn bjór takk…
…við vorum ekki að nota pokana, neineinei – dugar ekkert minna en heil ferðataska í eftirdragi, allan daginn – og farið reglulega með hana upp á hótel og tæmt…
…kápa mátuð – og jú, sjáið þarna yfir öxlina á mér…
…já það þarf að pósa þegar skór eru mátaðir…
…4-5 pör af stígvélum er bara lágmark.  Sér í lagi þegar maður eru að borga milli 2-3 þús fyrir parið…
…góð með sig…
…og svo mætt upp á hótel og kastað úr tösku og pokum og hlaupið út aftur…
…það sem mér þótti erfitt að skilja þessa eftir…
…ohhhh eða kanínukrúttið…
…geggjaðir stafir á tré…
…mér fannst þessi nokkuð góður…
…eitt af ca 2 matarhléum sem við tókum okkur, ALLAN tímann…
…kók, hvítt og bjór takk…
…dear lord, mig dreymir enn um þetta brauð…
…bjór, hvítt og kók…
…ok, sko þegar maður er að versla svona þá þarf að taka þetta skipulega!
Við fórum í:
Deichmann – fyrir skó
Primark – fyrir náttföt, íþróttaföt á krakka, kózýgalla og smáhluti
M&S – þar fann ég mér fullt af kjólum sem mér fannst æði, og barnafötin mjög falleg
John Lewis, í mallinu – æðisleg barnaföt þar, svona retró
og svo vorum við líka bara að detta inn í búðirnar á meðan við gengum hlupum um.
Nú annað snjallræði, að þegar að verslanir loka – um kl 19 – þá fórum við í Asda.  En Asda er svona Hagkaup á sterum, eða SmáTarget, eftir því hvernig maður lítur á málið.  Það eru nokkrar verslanir, og þaðan af nokkrar sem eru opnar allan sólarhringinn. Ójá góða mín, það er ekkert gefið eftir!
Þar var til hreint geggjað jóladót og alls konar til heimilis, og jú hellingur fyrir krakkana. Þetta er leigubílaferð, en vel þess virði…

…þarna sjáið þið t.d. svip á konu sem er að tapa sér.  Af krútti sko…
…mér fannst þessir geggjaðir…
…og svo er komið að leiðarlokum, og það þarf að ýta þessu öllu út og upp í flugvél, eða svona þannig…
…í lobby-inu var afskaplega fallegt jólatré…
…við gerðum heiðarlega tilraun til þess að toppa það en án árangurs.  Svo tel ég þörf á því að taka fram að ekki voru allar töskurnar mínar, neineinei…
…og þó – ég átti miðjuna sko…
…haha – sko, ég sagði að ég myndi ná þeim sofandi líka…
…einfaldar sálir sem leika sér að því að gera blingið sitt að diskókúlu í flugi…
…og það sem ég er nú þakklát fyrir þessar tvær yndislegu konur…
…og heim skal haldið…
…svo er vert að taka það fram, að þarna var bara verslað eitthvað skynsamlegt – eins og jólapeysur…
…allir saman nú…
…í Asda keypti ég þessa englavængi, sýni ykkur þegar að þeir koma upp síðar…
…og auðvitað var þörf á að kaupa sér smá lesefni…
…þá sjaldan að maður leyfir sér…
…við hliðina á Deichmann er síðan Tesco, en það er svona 10-11 búð, þar keypti ég þessar…
…þetta eru sum sé einhvers konar smjörkökur, en það eina sem ég sá var blessað boxið.  Núna hvíla í þeim okkar eigin heimabökuðu kökur…
…þetta hérna er líka alveg draumur.  En þetta er kökubox og spiladós, þú snýrð og það spilar jólalög…
…dásamlega retró og fallegt…
…ég er alltaf að segja það, ég kaupi bara skynsamlegt…
…og krúttlegt…
…margir ráku augun í bambann bleika sem fór inn til dótturinnar…
…en hann fékkst í búð sem heitir Paperchase og þið getið skoðað hér
…og dóttirin fékk jólakjól, en hann verðskuldar betri myndatöku…
…sem sé, alsæl kona komin heim – með aðeins 365 nýja blómakjóla!
Ég vona að þið eigið yndislegan dag, ég – ég er farin að velja mér kjól fyrir daginn ❤️
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Glasgow…

 1. Anonymous
  19.12.2017 at 08:13

  Þið verðið seint toppaðir í verslunarhæfni (“,)
  Skemmtilegur póstur af fallegum “nauðsynjum”

 2. Gurrý
  19.12.2017 at 08:56

  Hahahah svona á að gera þetta snillingur!!
  Ég er farin að bóka Gla fyrir næstu jól – þetta hótel er klikk og besta við að allir geta verið saman í herbergi.

 3. Guðbjörg Valsdóttir
  19.12.2017 at 09:26

  Þetta hefur sko verið skemmtilegt-þarf klárlega að fara þangað einhverntíma og þú hefur líka verið með skemmtilega ferðafélaga 😀

 4. Beggag
  19.12.2017 at 09:32

  Gaman að þessu 🙂 allar konur þurfa nóg af blómakjólum 🤗

 5. Elìn Guðrùn
  19.12.2017 at 18:16

  Fràbært að skipuleggja ferðina svona…nær að fara yfir svo mikið svæði…😊😊🎅

 6. 19.12.2017 at 22:31

  Gaman hjá ykkur …Gaman hjá mér að skoða !!

Leave a Reply

Your email address will not be published.