Aðventan nálgast…

…það er bara þannig, og um næstu helgi þá er fyrsti sunnudagurinn í aðventu. Hvernig stendur á að maður er alltaf jafn hissa á hverju ári hvað tíminn líður hratt?

…og þar sem að þetta er tíminn sem að ég er með kerti næstum alls staðar.  Þá tók ég því fagnandi að fá tækifæri til þess að sýna ykkur fallegu kertin og servétturnar frá Heildversluninni Lindsey sem að fást í Krónunni, og reyndar víðar.  Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.

…og ég er nú alltaf söm við mig, og þrátt fyrir alls konar fallega liti.  Fjólubláan, rauðan og gyllt og silfur, ásamt fleiru.  Þá er ég nú bara í minni hvítu klassísk, enda fátt tímalausara en falleg hvít kerti á jólum…
…nú eitt af því sem er algjör klassísk þegar desember nálgast, er að redda sér dagatalakerti.  Svo getur maður eytt öllum des í hafa áhyggjur af því að hafa gleymt að kveikja á kertinu í gær, nú eða gleymt að slökkva á þriðjudaginn, og óvart að brenna of miklu – kannast einhver við þetta eða er þetta bara ég? 🙂
…ég varð persónulega afskaplega hrifin af þessum fallegu hvítu og gylltu, enda ótrúlega klassísk og retró í senn…
…nú og svo er það aðventu”kransinn” minn.  Nú er þetta ekki eiginlegur krans, en þetta er hringlaga skál. Þessi krans/skreyting er mér mjög að skapi, hann er smá svona sveitó og kannski óvenjulega einfaldur og glimmerlaus, en mér finnst svo falleg þessi grófa skál og svo stóru hvítu kertin…
…með í skálina setti ég bara gervigreni sem ég átti hérna heima, nokkur mini jólatré og auðvitað köngla…
…og að lokum nokkrar stjörnur…
…það þarf ekki að vera flókið 😉
…svo eru það þessi.  Þau eru nú ekki há í loftinu, en þau eru bara þeim mun fegurri…
…ég tók þau fyrst og setti einfaldlega á lítinn kökudisk, og mér fannst það koma fallega út…
…þau eru nefnilega svo falleg, þetta mynstur er svo fínlegt, að þau skreyta svo mikið bara svona ein og sér…
…og svo bara með því að skella með smá afklippu af gervigreni, þá fékk þetta alveg nýja vídd…
…pínu litlir silfurenglar sem sitja á fínlegum greinum…
…eða flögra um…
…og ég varð líka svo spennt fyrir sérvéttunum sem voru í bláu og gráu tónunum, svona mildir litir til að fylgja okkur inn í aðventuna…
…þessar hérna eru í sérstöku dálæti, ásamt fallegu hvítu trjákertunum, og bara svo þið vitið það – það er smá glimmer á þeim…
…ótrúlega fallegar…
…svo eru það þessar…
…meira trémynstur og hreindýr – hvað getur kona beðið um meira?
…og fyrst við erum í bláum tónum, þá datt mér í hug að nota dásamlegu kaffibollana mína frá Bing & Grondahl til þess að gera litla aðventuskreytingu…
…aftur sést það hvað það þarf oft lítið, þarna er bara nettur trébakki/bretti.  Tveir bollar og tvær undirskálar, ásamt afklippu af gervigreni…
…kertin eru náttúrulega svo falleg að þau sjá um að skreyta þetta allt…
…þetta er nú kózý stemming, ekki satt?
…mér finnst þetta í það minnsta yndislegt, gaman að vera t.d. bara með svona litla aðventuskreytingu inni í eldhús, nýta spari- eða eftirlætisbollana sem eru örugglega alltof sjaldan notaðir…
…nú svo með meiri servéttur, mér fannst þessar alveg æðislegar – smá stjörnuþema í gangi á þeim báðum…
…og talandi um stjörnur, hér eru þá bleikar sérvéttur sem eru hreinn unaður……einfalt brot og lítil tréstjarna ofan á…
…flóknara þarf það ekki að vera!
…og bara hátíðleg stemming sem leiðir mann inn í aðventuna…
…svo þarf oft ekkert annað en að raða saman fallegum kertum…
…en það er ekki nóg bara að “hygge sig” innandyra…
…nej, maður þarf líka að gera smá kózý fyrir utan…
…persónulega er ég mjög hrifin af að nota mandarínur eða epli með í skreytingar utandyra…
…rétta leiðin til þess að bjóða fólk velkomið…
…svo ekki sé minnst á þegar rökkva tekur…
…nú og talandi um rökkrið, þá er um að gera að nota bara tækifærið og sýna ykkur dagatalakertin…
…alls konar týpur og allar svo jóló…
…ahhhh – bara mánuður til jóla! ♥
Langar ykkur að sjá svona póst þar sem ég fer út fyrir þægindaramman, sýni ykkur í rauðu og fjólubláu? 🙂

Annars segi ég bara njótið dagsins, svona þar til næst ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Aðventan nálgast…

 1. Beggag
  25.11.2017 at 11:06

  Vá en æði 😍 snilld að fá hugmynd fyrir ónotuðu fallegu bollana sína . Takk Yndislegust 😘

 2. Kristín Hólm
  25.11.2017 at 12:10

  Mér finnst bolla/undirskála skreytingin algjör snilld og er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að nota. Annars ætla ég að sleppa lifandi kertaljósum um þessi jól (nema einstaka teljós) og notast eingöngu við ledkerti og seríur. Það var nærri kviknað í aðventuskreytingunni minni í fyrra vegna þess að eitt kvertið spændist niður á örstuttum tíma en mér tókst að slökkva áður en varð skaði. Þetta situr illa í mér ennþá og ég treysti ekki kertum, sama hvaðan þau koma. En vonandi að ári.

 3. Anna
  26.11.2017 at 00:40

  O, dásamlegar hugmyndir, takk fyrir að setja heilann á fullt hjá mér 😉

 4. Anonymous
  27.11.2017 at 09:52

  Allt dásamlegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published.