Loksins 7 ára afmæli…

…hjá litlum manni, og lööööngu tímabært að halda fyrir hann smá partý.
Þetta var allt saman gert með fremur litlum fyrirvara og í raun lítilli fyrirhöfn.  Drengurinn, sumarbarnið mitt, vildi hafa vetrarþema og jólaskrautið var komið í hús – þannig að það var fremur auðsótt.  Eins og alltaf, þá bara byrjaði ég á dúk á borðið og svo kom stóri bakkinn minn úr Blómaval sterkur inn.  Ofan á hann komu síðan hús sem ég hef átt ansi lengi……bílarnir komu sterkir inn í ár, og þessi er t.d. með smá ljósi innan í.  Mér finnst hann svo flottur…
…bannerinn, eða fánalengjan, er fremur gömul úr Rúmfó, og maður skrifar bara sjálfur á hana…
…”fánarnir” eru bæði í svörtu og úr brúnum harðpappa.  Ég skrifaði t.d. á þessa svörtu með krítarpenna…
…síðan var ég bara að nota könnur sem ég átti ofan í skúffu og eitt og annað smálegt…
…bíllinn reyndar nýr, eins og þið voru búin að sjá áður…
…og á eyjuna setti ég löber, og síðan var stóra 3ja hæða karfan mín þar fyrir veitingar..
…kertastjakar og smá hreindýrahjörð, sem ég reyndar verslaði í dótabúð í Frakklandi…
…nú og það skemmtilega við vetrar/jólaþema, eru auðvitað litlu hlutirnir – eins og t.d. nammistafirnir…
…mér finnst þetta koma svo fallega út – og þetta er líka skemmtilegt bara á jólaborðið, í það minnsta við krakkasætin…
…svolítið af jólatrjám…
…og dass af gervisnjó…
…stundum verður síðan til einhver svona samnefnari, alveg óvart…
…fór allt í einu að sjá út eitthvað trjáþema 🙂
…og áður en gesti bar að garði, þá leit borðið svona út…
…og svo var það kakan!  Dásemdarkakan ❤️
…en þar sem ég hef álíka mikið dálæti á því að baka, eins og að fara til tannlæknis, þá fékk ég hana Auði hjá 17sortum til þess að redda mér um köku og úr varð þessi snilld…
…krúttlegasta hreindýr sem ég hef augum litið, með piparkökuhornin sín, og þessi eyru sko!
…og litlar minikökur með…
…glerkrukkur komnar á borð, með smávegis sælgæti… …og á eyjuna koma síðan veitingar fyrir fullorðna fólkið…
…gulrótarkaka…
…og allt verður krúttaðra með bamba á…
…yndislegar mini bollakökur frá 17sortum…
…og jú, að beiðni litla mannsins þá var bara mjólk í boði á krakkaborðið…
…sumir fóru aðeins hjá sér þegar að afmælissöngurinn var sunginn…
…en höfðu mjög gaman af ❤️
…lokamynd af greyjið hreindýrakrúttinu, áður en það lagðist undir hnífinn – ef svo má að orði komast…
…heitir réttir, brauð og bollur, og vínber og mandarínur…
…svo er pakkaopnun…
…þá þarf að lesa á kortin fyrst…
…og þessi litli kall hefur gaman að þessu öllu…
…það voru ansi margir sem báðu um uppskrift að brauðréttinum, þannig að ég set hana með hér:
* Samlokubrauð, skorpa skorin af og rifið niður.  Eitt í hvert form.
* Pakki af sveppum, niðurskornir, smjörsteiktir og saltaðir. Hella líka smjörinu yfir réttinn í lokin.
* Skinka, niðurskorin og dreift á milli forma.
* Niðurskorinn ananas, ágætt að hella safanum yfir.
* Pepperoni, skorið í sundur og skipt á milli.
* Cambells chicken soup, hrært saman við rjóma og hellt yfir.
* Rifinn ostur og kryddað með Best á allt, eftir vild. Ofinn er hitaður á ca 190° og hitað þar til osturinn verður gullinn og flottur.  Þetta er afskaplega mikið svona eftir auganu og bara slumpað á.

  Í annað fatið sleppi ég t.d alltaf sveppum, þar sem eiginmaðurinn er ekki aðdáandi, en þá bræddi ég samt smá smjör og hellti yfir þar.
…einfalt afmæli, sem var haldið alltof seint – en það sem mestu máli skiptir – litli kallinn okkar var alsæll með daginn sinn!
…þá segi ég bara njótið þið laugardagsins elskuleg ❤️
Hér er póstur um hvað er hvaðan, svona að einhverju leyti.
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

2 comments for “Loksins 7 ára afmæli…

  1. Sólveig Aradóttir
    10.12.2017 at 07:58

    Yndisfallegt hjá þér eins og þér einni er lagið. Bestu kveðjur til ykkar.

  2. Margrét Helga
    11.12.2017 at 13:23

    Bara geggjað eins og öll afmæli sem ég hef séð á blogginu þínu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *