Lítið eitt af helginni…

…oftar en ekki er þetta útsýnið þegar maður opnar augun, og viti menn sko það gæti verið mun verra……það er ótrúlega mikið að gera þessa dagana og eitt af stóru verkefnunum er nýja Rúmfó-búðin sem hann Ívar vinur minn er að fara að opna á Bíldshöfðanum.  Þar er ég að “innrétta” eitt herbergi og gera alls konar útstillingar, sem ég hlakka mikið til að sýna ykkur…
…þessi hérna er samt alltaf að gera sitt besta til þess að vera í aðalhlutverki…
…sólin er ansi lágt á lofti, þær fáu stundir sem hún skín, og þá myndast fallegir skuggar…
…gaf mér smástund til þess að kíkja í bók…
…undir vökulum augum…
…og í rökkrinu, koma seríur sterkar inn…
…og enn meira kertaljós…
…æsispennandi laugardagskvöld – þar sem hver mínúta var nýtt, hér var ég að glápa á þætti í sjónvarpinu – um leið og ég fór yfir innihaldið í draslaraskúffunni í eldhúsinu…
…þetta leit töluvert betur út þegar búið var að sortera smá…
…sunnudagur og kertaljósið var nauðsyn…
…og ekki verra að vera með smá blóm í fallegum vasa, þessi er rúmlega 50 ára og kemur frá foreldrum mínum…
…störukeppni…
…á meðan ég var að vinna hérna heimafyrir….
…þau nálgast nefnilega…
…og það var allt svo hryssingslegt úti, að meira af hvitum seríum setti hlýju og yl í hjartað…
…og auðvitað enn og aftur kertaljósið…
…seinnipartur var svo bara drekkutími, með góðum vinum og kakó með sykurpúðum og rjóma…
…og sunnudagurinn endaði svo á þessum líka hörkustormi, þannig að lestur fór fram við kertaljós…
…en það er ekkert að því – bara kózý stemming!
Vona að þið eigið yndislega vinnuviku framundan ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Lítið eitt af helginni…

 1. Anna
  06.11.2017 at 08:17

  Að það sé draslaskúffa í þínu eldhúsi gladdi mitt skipulagða hjarta, mín skúffa þyrfti að fá smá athygli og sparkið í rassinn fékk ég við að skoða þessa dásamlegu færslu hjá þér, takk fyrir ❤️

 2. Kristín Hólm
  07.11.2017 at 08:43

  Mig langar til að forvitast aðeins um bókina Lífið í lit sem þú kíktir aðeins í. Er þetta ný bók og um hvað er hún? Það er eitthvað við bókarkápuna og titilinn sem vekur áhuga minn og sem segir mér að það sé gaman að skoða hana 🙂

 3. Margrét Helga
  08.11.2017 at 08:16

  Alltaf svo kósý hjá þér…hlakka til að lesa og skoða póstinn með kertaskreytingunni 🙂

  P.S. Hvar fékkstu þessa seríu sem var þarna með í skreytingunni?

Leave a Reply

Your email address will not be published.