Fimm einföld DIY – Hrekkjavaka…

…ég vann þennan póst í samvinnu við Panduro í Smáralind og sótti þangað ýmiskonar efni til föndurs og skreytinga. Í för var sérleg aðstoðarkona sem er á besta aldri, 5 ára, og flest verkefnin miðuð við að hún hefði gaman af því að taka þátt.  Nú ef eldri krakkar eru með í för, þá er bara að hækka flækjustigið örlítið.

Það sem við notuðum var m.a:
* Svartur pappi
* Köngulóarföndurpakki
* Kertapennar
* Glimmer
* Nammipokar
* Köngulær, til að setja á kökur og kerti og annað slíkt
* Appelsínugulur fondant
* Glimmer sem má borða
* Kökupennar, til þess að teikna á t.d. sykurpúða
* Kökupinnar
* Köngulóavegur
* Hauskúpur, köngulær og leðurblökur úr glimmerpappír
* Netalöber

* Grisja

DIY #1 – köngulóapar
…það eru náttúrulega ekki allir sem fá svona dásamlega aðstoðarkonu, sem sýnir hér innihald pakkans um leið og hún undirbýr sig andlega fyrir vinnuna (ég lofa að vera ekki að með neina barnaþrælkun sko)…
…og það er synd að segja að ungar konur séu ekki einbeittar við verkið…
…maður gefur sig alla í þetta…
…og já, henni fannst þetta sko ekkert leiðinlegt…
…allt í góðu að sulla smá, það þarf bara eitthvað vera undir…
…svo þarf auðvitað að koma fótunum saman…
…og líma augun…
…þetta er allt að verða komið…
…og já, þetta eru nú meiri krúttin ♥
…og þær voru hreint æðislegar þegar á borðið var komið…
…mikið skemmtilegra að vera með köngulær með karakter…
…og daman heldur betur sátt við dagsverkið!
DIY #2  – Múmíur

…á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið kassa sem heitir Plaster Gauze.  Þetta er eins konar grisja, sem hefur þann eiginleika að ef hún er bleytt, þá verður hún hörð.  Það er því snilld að vefja henni utan um skálar og annað slíkt, eins og þið sjáið hér á myndinni.  Þess vegna að skella augum á líka.  Svo er hægt að nota þetta líka á alls konar krukkur og annað slíkt – súper einfalt og skemmtilegt.
DIY #3 – Kruðerí

…hér eru sykurpúðar skreyttir með augum sem má borða og teiknað á þá með þar til gerðum pennum. Kökuprikunum er síðan stungið inn í til þess að hafa hald…
…og þessar glimmerköngulær eru líka seldar í Panduro…
…og hauskúpurnar í sama pakka…

…eins er alveg kjörið að skreyta Oreo-kökur…

…haha…

…takið eftir augnaskrímslinu þarna í baksýn…

DIY #4 – pappaföndur

…snilld að nota gömlu góðu aðferðina að gera bara klippimyndir.
Eins og hérna leðurblökur, með augu sem hristast – fást líka í Panduro…
…hér eru tásu og handaföt orðin að litlum draugum.  Kisukrúttið er líka æði…
…meiri leðurblökur og draugur með útklippt handaför, og auðvitað ein vampýra með…

DIY #5 – glasaskreytingar
…í þetta notuðum við ódýr vínglös (hægt að kaupa á klink í Góða), kertapenna og glimmer…
…svo er ekkert annað en að teikna það sem þig langar til.  Hvort sem það er mynstur eða bara hvað sem er…
…hér bætti ég við einni glimmerkönguló, límdi hana bara með klessu úr pennanum…
…teiknað trjámynstur og svo bara glimmer yfir…
…þetta þarf ekki að vera fullkomið…
…og væri líka sniðugt að nota þessa leið til þess að merkja sæti við borðhaldið…
…skrifa bara nafn gestanna beint á glösin – þau gætu meira segja fengið að taka þau með sér heim…
…smá svona augu til að gera þetta allt hræðilegra…
…svo má bara pilla mynstrið af og þvo glösin.
Einfalt og skemmtilegt – hvað er þitt uppáhalds?

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Fimm einföld DIY – Hrekkjavaka…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    23.10.2017 at 23:36

    Mér finnst þetta allt saman frábært 🙂

  2. Margrét Helga
    24.10.2017 at 13:28

    Margt sniðugt þarna…held að mér finnist matarpennarnir sniðugastir…bjóða upp á marga möguleika í skreytingum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *