Helgin…

…nokkrar myndir frá liðinni helgi…
…gat ekki annað en brosað að syninum sem ég mætti á laugardagsmorgni í inniskónum sínum…
…dásamlegir skór, og Spiderman alltaf hress…
…fá sér eitthvað smotterí í gogginn…
…og það sem skiptir öllu, að hlúa að þessum tveimur…
…og það sem við erum þakklát fyrir hann Mola okkar, hann léttir svo sannarlega lund…
…og þar sem það voru eitthvað svo fallegir haustlitir fyrir utan gluggana okkar…
…þá ákváðum við að skella okkur bara í smá haustlitabíltúr…
…og veðrið alveg hreint dásemd…
…nóg af appelsínugulum og gulum tónum í náttúrunni núna…
…fullkominn dagur í göngu…
…og að gefa sér tíma til þess að líta niður…
…og upp…
…nú eða bara setjast niður 🙂
…meira segja amman og afinn komu með, en gengu þó ekki mikið…
…fallegt um að lítast…
…síðan var farið á Selfoss og þaðan á Eyrarbakka…
…ungi maðurinn faðmar heiminn…
…og litla dýrið er alltaf til í að stilla sér upp…
…ójá – þessi var spenntur fyrir þessu…
…og enn að kljást við tannleysið á háu stigi…
…sjá þessi hérna tvö…
…gamla settið…
…og leiðin heim!
Á næstunni fara svo að koma inn Parísar-póstar, er spenna fyrir því?
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Helgin…

  1. Margrét Helga
    03.10.2017 at 10:10

    Yndislegar myndir, greinilega góður göngutúr😊 og já…bið spennt eftir Parísarpóstum…varð hrikalega hrifin af borginni þegar ég horfði á snöppin þín 😊

  2. Villa
    03.10.2017 at 22:10

    Fallegar myndir. Haustið er yndislegt þegar veðrið er svona gott og litadýrðin er æði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.