Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

…það er nú sannarlega vorboði þegar ég er farin að rúlla mér upp á Akranesi og kíkja á Antíkmarkaðinn hennar Kristbjargar, sem er í bílskúrnum við Heiðarbraut 33. En þetta er algjörlega einn af mínum uppáhalds stöðum, skemmtilegur rúntur og dásamlegt um að lítast í skúrnum. Ég ákvað því að taka ykkur með mér…

…það er svo skemmtilegt að vera þarna á svona góðum dögum og þau eru búin að stilla svo flott upp úti við – þá stækkar þetta alveg um helming…

…hjólaborðið þótti mér geggjað…

…og svo er bara að skoða skoða skoða, því þarna finniru allt sem þú vissir ekki einu sinni að þú værir að leita að…

…kontrastar í dekor, ég fíla það – gamalt og nýrra í bland…

…úrvalið af fallegum bollastellum er gríðarlegt…

…ekta vintage, með sígarrettuboxunum eins og voru við hvern disk á heldri heimilum…

…Björn Wiinblad hefur verið í uppáhaldi svo lengi hjá mér og ég elska verkin hans…

…hérna var ótrúlega skemmtileg mini útgáfa af ástarsögunni hans, þið sjáið hvað þeir eru mikið minni en orginal, sá efri…

…sjálf er ég með alla tólf upp á vegg inni í borðstofu – fæ ekki leið á þeim…

…þessi ísbjörn er búin að heilla ansi lengi og ég er alltaf á leiðinni að fá mér hann, svo sá ég mörgæsirnar í fyrsta sinn og þær eru æði líka…

…eitt af mínu eftirlætis, dýrðlingastytturnar…

…ég stoppa alltaf við og skoða B&G Juleaften diskana, enda búin að safna þeim í mörg ár…

…þessi hérna heillaði mig alveg núna, þvílíkt fallegur – ásamt tveimur öðrum dásemdum…

…en safnið mitt, sem byrjaði sem safnið hennar mömmu, er orðið ansi stórt og fallegt – þó ég segi sjálf frá…

…eins og sést þá þarf að hafa augun vel opin, því þarna ofan leynist eflaust styttan sem þú ert að leita að…

…og allir verða að muna að einn hringur er ekki nóg – því maður sér alltaf eitthvað nýtt…

…dótadeildin er dásamleg, nostalgían tekur völd…

…ég er svo svag fyrir öllu svona hvítu og bláu leirtau, en það er bara svo tímalaust og fallegt…

…þetta eru svo miklar gersemar, Alvar Aalto vasarnir fallegu og B&G ísbirnir…

…aldrei gleyma að horfa til himins þarna inni – ljósin eru æði…

…og gömlu loftakúplarnir verða dásamleg veggljós…

antíkmarkaðurinn hennar Kristbjargar er á Heiðarbraut 33 á Akranesi og er opið um helgar frá kl 13-17, og á helstu frídögum – ef þið viljið fylgjast með henni Kristbjörgu á Facebook, en hún setur inn myndir reglulega og svarar fyrirspurnum, þá er hægt að smella hér!

…vona að þið hafið haft gaman að og ég segi bara góða helgi og njótið vel ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *