Hjartans þakkir ❤️

…ég er svo sannarlega auðmjúk og meyr um þessar mundir.  Get ekki annað en verið endalaust þakklát fyrir allar þessar fallegu kveðjur og skilaboð sem mér hafa borist undanfarna daga.  Það er ekki sjálfgefið að finna fyrir öllum þessum hlýhug og ég þakka bara af heilum hug.

Það er alltaf jafn skrítið að lífið heldur bara áfram, sama hvað manni finnst sjálfum.  Því er fátt eitt annað í boði en að dusta af sér, þurrka tárin, snýta sér hressilega og arka af stað. Því eins og sagt er, þá líður tíminn og sorgin verður að minningum.  Eitt er það sem víst er, að af minningum eigum við mikið að ylja okkur við…
…ég fékk svo ótrúlega fallegan tilbúinn blómavönd í Blómaval.  Settur saman með liljum, krýsum, mini gerberum, statiku og bara alls konar. En allt í svona fallegt og hvítt…
…einmitt það sem ég þurfti inn í haustdaginn minn…
…mini-gerberurnar eru dásamlegar…
…og krýsurnar minna mig á Baldursbrá og sumarið…
…þegar ég var að dáðst að vendinum og mynda þá fékk ég félagsskap…
…enda er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að þefa af blómunum og njóta ❤️
…dásemd…
…ég reyndar bætti við smá haustlaufum, sem ég fékk mér í gær…
…Molinn biður að heilsa…
…og ég sendi ykkur öllum knúsa inn í helgina ykkar – vona að hún verði yndisleg ❤️

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Hjartans þakkir ❤️

 1. Sigríður Þórhallsdóttir
  29.09.2017 at 20:12

  Æðislega fallegur blómvöndur og gaman að sjá myndina þar sem Molinn litli sæti er að þefa af honum 🙂

 2. Kolbrún
  30.09.2017 at 09:01

  Innilegar samúðarkveðjur kæra fjölskylda

 3. Margrét Helga
  30.09.2017 at 16:36

  Knús til baka elskulegust 🙂 Litli Molinn er yndislegur….

Leave a Reply

Your email address will not be published.