Strákaherbergi – eftir…

…fyrir myndin var í raun bara hvítir veggir, rúmið á sama stað og skápurinn á sama stað.
Móðir unga mannsins sem á þetta herbergi hafði samband við mig og bað um aðstoð við þetta verkefni.  Það sem við fórum fyrst yfir var hvað hann vildi hafa í herberginu sínu, því að það sem skiptir öllu máli er að herbergið þjóni eigandanum.

Eigandinn er sem sé 11 ára. Hættur að leika með dót, að mestu leyti.  Á safn af derhúfum og hjólabrettum.  Spinner og þess háttar.  Sem sé ungur gaur.

Hann vildi hafa skrifborð.  Geta haft tölvu á borðinu.  Hugsanlega pláss fyrir sjónvarp í framtíðinni.  Kózý og notalegt.

…það voru líka óskir um að hafa herbergið í dekkri kantinum.  Jafnvel setja einn vegg í svartan lit.  En ég stakk hins vegar upp á að mála í Kózýgráum frá Slippfélaginu, sem er auðvitað einn af mínum uppáhaldslitum (sjá hér), og ég hræddi móðurina upp úr skónum þegar ég sagðist vilja láta mála alla veggina 🙂

En hún var svo jákvæð þessi elska og fór að mínum ráðum og þetta kemur alveg yndislega út.  Kózý og hlýlegt, og tekur bara utan um mann…

…enda er hátt til lofts, hvítar hurðar, hvítur skápur og svo er gluggarnir stórir – og karmar og sólbekkir hvítir…

…önnur lausn sem breytti svo miklu var að setja borðplötu sem náði alveg eftir lengd herbergisins.  Herbergið er ca 240×360 (ekki alveg 100% á málunum) og með því að setja borðplötuna svona, þá fengum við skrifborð – sem meira segja tveir geta setið við, ásamt því að vera með pláss fyrir sjónvarp – ef vilji er fyrir hendi.

Borðplatan var fengin í Byko og svo var farið með plötuna á smíðaverkstæði til þess að láta sníða hana til…

…og eins og sést þá fyrirtakspláss við endann á rúminu, þar sem hægt er að stinga skólatösku eða geyma bolta eða bara hvað sem þarf að koma fyrir.  Svo er hægt að hafa t.d. sjónvarpið á bríkinni þarna fyrir ofan…

…hér sjáið þið betur lagið á plötunni…

…og hvernig hún er breiðari þar sem skrifborðshlutinn er…

…þar sem ofnarnir eru undir gluggunum, þá voru boruð göt á plötuna til þess að hleypa hitanum upp í gegn (einnig hefði verið hægt að hafa smá bil á milli plötu og veggjar)…

…og gerð göt í sitt hvort hornið fyrir snúrur og annað slíkt…

…annað sem mig langar að benda á í þessu herbergi: það var ekkert keypt inn af svona “skrautmunum”. Allt sem er notað til skrauts er eitthvað sem ungi maðurinn átti sjálfur og var í herberginu hans áður.  Það sem við keyptum inn, var notað til þess að geta stillt upp hlutum sem til voru fyrir.  Eins og td. korktöflurnar fyrir spinnerana…

…ljósið var keypt í Byko, mjög töff…

…en önnur snjöll lausn sem móðirinn fann upp á, var að bæta við kösturm á vegginn – til þess að vera með staðbundna lýsingu á vissa staði í herberginu, mjög gott mál…

…þegar við spurðum hvernig gardínur væru á óskalistanum, þá var svarið bara gráar 🙂

Við vildum reyna að finna eitthvað sem myndi aðeins brjóta meira upp…

…við vorum því súper spenntar þegar við fundum þessar gardínur í Rúmfó (hlekkur neðar í póstinum).  Þetta eru tilbúnar myrkvunargardínur, og eru 175cm á hæð.  Við höfðum tækifæri, sökum mikillar lofthæðar, að setja stöngina bara hátt á vegginn og passa fullkomlega við borðplötuna.  En það væri auðvelt að stytta þær bara eftir hentugleika…

…við létum stöngina líka ná yfir allan vegginn, þrátt fyrir að vængirnir séu í raun bara hafðir til hliðanna…

…á milli glugganna eru síðan bara tvær korktöflur, sem voru málaðar svartar…

…og á þær settum við síðan spinnerana, sem eru svo vinsælir…

…en þeir hanga einfaldlega bara á teiknibólum…

…síðan þegar skólinn hefst bætist við stundatafla og eitt og annað sem maður vill hafa fyrir augunum og muna…

…rúmteppi og koddar eru líka alveg hreint snilld til þess að draga öll herbergi saman og gera þau kózý.  Önnur lausn, ef þið eruð með krakka sem vilja ekki búa um, er að kaupa bara falleg rúmföt.  Þá þarf bara að hrista upp í sænginni á morgnana.  En ungi snyrtipinninn hér, hann óskaði eftir rúmteppi, þvottakörfu og ruslafötu – vel upp alinn ungur maður 🙂

…í stað þess að vera með náttborð, þá notuðum við tvo kistla frá Rúmfó.  Þeir eru alveg snilld upp á það hversu mikið er hægt að geyma ofan í þeim.  Einföld en áhrifamikil lausn!

…ef að krökkum langar að hafa upp plagöt og annað slíkt, þá er það bara frábært.  En það gerir ótrúlega mikið að splæsa í ramma utan um…

…gulur borðlampi er síðan frábær innspýting af lit inn í rýmið…

…sérstaklega við flottu gardínurnar…

…eins og ég tók fram í byrjun – þá eru hjólabretti í miklu uppáhaldi.

Við keyptum því festingar í Bauhaus, þær sömu og ég notaði á skrifstofunni (sjá hér), og settum á vegginn.  En í stað þess að nota hillur, þá notum við hjólabrettin sem hillur…

…það þarf að skoða öll brettin saman, og gæta þess að hafa bilið á milli festinganna þannig að það passi á milli hjólanna á brettunum…

…ég vil líka benda á að þetta eru ekki stílíseraðar hillur eftir mig, þetta er bara svona smekklegur drengur sem þarna býr…

…hillurnar eru ekkert festar, þannig að hann kippir bara niður því bretti sem hann vill nota…

…við fundum lítínn vegglampa í Ikea.  Hann getur þá lýst á bækur ef maður er að lesa, en annars bara beint inn í hilluna…

…mér finnst þetta í það minnsta töff og skemmtileg lausn.

Þegar að hann vex upp úr að vera með hjólabretti, eða ef hann vex upp úr því, þá er auðvelt að svissa þessu út fyrir hillur og því má segja að herbergið komi til með að vaxa með honum…

…karfa fyrir óhreint tau – eða, þarna gætu verið boltar eða bangsar eða…

Hvað er hvaðan?

Tomas kistill – Rúmfó
Hirsholm rúmteppi – Rúmfó 
Catherine svartur púði – Rúmfó
BRU gardína – Rúmfó
Rag motta – Rúmfó
New star karfa – Rúmfó
Sunshine skilti – Rúmfó
Gulur borðlampi – Ikea
Vegg/klemmu ljós – Ikea
Loftljós – Byko

Hilluberar – Bauhaus…vona að þið hafið haft gaman af því að skoða þetta – og kannski bara fengið einhverjar hugmyndir.
Strákaherbergi, og bara barnaherbergi, eru svo skemmtileg í vinnslu og það er um að gera að njóta þess að gera þau  ♥

Ef einhverjum spurningum er ósvarað, þá er velkomið að setja þær hérna fyrir neðan!

Vona að þið eigið yndislegan dag!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

14 comments for “Strákaherbergi – eftir…

  1. Margrét Helga
    19.07.2017 at 08:20

    Vá!! Þetta er geggjað flott! Einmitt eitthvað sem ég hafði hugsað mér að gera við herbergi eldri drengsins míns (sem er að verða 12) en hafði ekki hugmyndaflug í 😉 Takk fyrir þetta 🙂

  2. Hólmfríður Kristjánsdóttir
    19.07.2017 at 08:24

    Mjög flott 🙂 Er að leita leiða til að “töffa” upp herbergi sona minna 🙂

  3. Birna Guðrún
    19.07.2017 at 08:29

    Hvar keyptuði korktöflurnar? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.07.2017 at 11:23

      Þær voru keyptar að mig minnir í Ikea, en gætu fengist í Rúmfó líka og jafnvel Byko!

  4. Lilja
    19.07.2017 at 10:58

    Virkilega flott og vel heppnað!

  5. Berglind Ásgeirsdóttir
    26.07.2017 at 08:39

    Þetta finnst mér geggjað! og uppröðun sem mér hafði ekki dottið í hug en væri tilvalin í unglingaherbergið hjá mér 🙂 takk!

  6. Guðrún
    08.08.2017 at 13:57

    Flott! Er að spá í borðplötuna, er hliðin sem snýr upp að vegg eins og sú sem snýr fram? Eða er þetta forsniðið sem borðplata í eldhús svo önnur hliðin þarf að vera upp við vegg? 🙂

  7. Anna Sigga
    24.08.2017 at 22:48

    Þú ert nú meiri snillingurinn Soffía 🙂

  8. Jane
    24.08.2017 at 23:12

    Hrikalega flott og töff herbergi 👍

  9. Íris
    25.08.2017 at 08:47

    Virkilega vel gert Soffía snillingur, margar góðar hugmyndir hér á ferð takk fyrir að deila 🙂
    En hvaðan er skúffueiningin undir borðplötunni ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.08.2017 at 16:29

      Takk fyrir – skúffan er úr Ikea!

  10. Eyrún
    25.08.2017 at 18:23

    Mjög flott, var að mála 2 veggi í herbergi 12 ára dótturinnar í þessum lit 🙂 Notarðu e-a sérstaka málningu á korktöflunar?

  11. Laufey
    26.08.2017 at 01:49

    Svakalega vel heppnað 🙂
    Alltaf jafn gaman að fylgjast með því sem að þú tekur þér fyrir hendur

  12. Hjalti
    06.11.2017 at 17:37

    Mjög flott! Hvernig festirðu plötuna úr Byko upp? Amk þarna á skúffueiningunni vænti ég (sem þú hefur líklega hækkað aðeins upp frá gólfinu?)

    Tókstu plötuna svo með bæs og lakki áður en þú festir hana upp?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *