Litlar lausnir…

…eru bara stundum svo skrambe fínar!

Þegar við vorum úti, þá keypti ég svarta vírahillu til þess að nota í strákaherberginu þegar við förum í að breyta aðeins þar.  En svo, þegar heim var komið – þá fannst mér hún bara svo fín í eldhúsið að hún smelltist, nánast alveg óvart, beint upp á vegg þar.

Ég var ekki búin að finna neitt til þess að setja upp á vegginn í eldhúsinu og var bara að leita að því rétta og ég held bara að það sé fundið…

…þetta er sem sé hillan sem ég keypti úti…

…en hin hillan er frá Tekk og er minni týpan af þeim sem ég setti á ganginn okkar í póstinum hér

…og mamma mia, það er nú hægt að leika sér með þetta.  Mér finnst sko ekkert leiðinlegt að geta stillt upp og skipt út reglulega…

…ég setti gamla könnu í efri hilluna, og í henni er silkiblóm sem ég fann í Byko.  Í neðri hillunni er síðan platti sem ég fann í Góða og diskur úr Rúmfó…

…í þeirri neðri er trébretti úr Rúmfó, marmarakökukefli sem ég keypti erlendis og marmarabretti sem ég fann nýlega í Byko…

…þegar ég fann marmarabrettið þá varð það mér til mikillar gleði, þar sem ég ætlaði að kaupa svona úti en fannst það of þungt til þess að bera heim – með öllu hinu sko…

…þetta er allt að smella saman held ég bara 🙂

Svona þar til ungfrú Ófriður fer af stað á nýjan leik 😉

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

 

2 comments for “Litlar lausnir…

  1. Margrét Helga
    13.07.2017 at 08:44

    Kemur hrikalega vel út 🙂

  2. Hrafnhildur Viðarsdóttir
    13.07.2017 at 09:06

    Mikið sem mig vantar þig oft heim til mín Soffía 🙂 <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *