Langar og mjóar…

…lausnir geta oft verið góðar!

Síðan við máluðum er ég búin að vera að leita að einhverju sniðugu til þess að hafa ganginum okkar.  Leita að einhverju sem ég vissi í raun ekki alveg hvað væri.  Síðan var ég að skoða nýjasta H&H og þá sá ég auglýstar hillur og vissi um leið að þetta var það sem ég leitaði að…

…um er að ræða grunnar hillur úr Tekk (sjá hér), sem að ég keypti á 3900kr stk.  Mér fannst þær alveg fullkomnar til þess að hafa með myndagrúbbu á ganginum…

…það þýðir nefnilega að ég get skipt aðeins út, sett jólaskraut eða kertaljós eða bara hvað sem er og fengið smááááá svona tilbreytingu…

…og fyrir konu á stöðugu breytingarskeiði, þá er það tær snilld…

…ég prufaði að setja myndaramma fyrst…

…og þó að sláin sé smá til vandræða – þá er alveg hægt að láta þetta ganga upp…

…og svo ákváð ég að skipta út myndunum fyrir smá bland í poka…

…bara eitt og annað sem ég týndi til hérna heima…

…en ég er súper sátt við þessa lausn – eiginlega bara alsæl…

…hérna koma nokkrar flottar myndir sem ég fann einfaldlega með því að setja Meert wall í google myndaleit…

…og það er greinilega hægt að finna þeim stað alls staðar…

…t.d. sniðugt að geyma fallegan gjafapappír…

…geggjað í barnaherbergið…

…og gengur líka svo með í smá svona vintage/gammel fíling…

…kryddhilla…

…og greinilega endalaust hægt að leika sér með þetta – ég er sjálf á biðlista eftir einni svona minni líka…

…sem sé – langar og mjóar hillur en fullar af möguleikum.

Ég er sátt 🙂

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Langar og mjóar…

  1. Anonymous
    08.06.2017 at 08:20

    Algjörlegar geðveikt flottar hillur, kemur mjög vel út sama hvad er sett í þær
    Ætli þetta kalli ekki á ferð í Tekk (“,)

  2. Helga Leifsdóttir
    08.06.2017 at 14:00

    Mjög flott og sniðug lausn, en hvaða lit ertu með á ganginum hjá þér? Er einmitt að fara mála ganginn hjá mér og gera eitthvað sniðugt á veggina.

  3. Margrét Helga
    08.06.2017 at 15:43

    Vá! Þessar eru æði! 🙂 Gæti alveg séð þær fyrir mér hér…þegar ég verð búin að breyta og bæta…eftir að ég vinn í lottóinu 😛

  4. Jórunn Fregn
    12.06.2017 at 23:42

    Þú ert alveg uppáhalds þessa dagana:)

    þessar myndu sóma sér vel á nýja ganginum mínum, sem ég er að fara að eignast…klárlega málið einmitt til að geta breytt endalaust…hvað ætli sé of margar á einn gang:D minn er ca 2-3 metra langur.

  5. Anonymous
    14.01.2020 at 10:47

    Flottar og hægt að leika sér með þær á ýmsa vegu!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *