Enn á ný og aftur…

…ég hef náttúrulega haft orð á því áður að ég er yfirmaður órólegu deildarinnar.  Það er bara þannig.

Ég á mjög erfitt með að vera til friðs í lengri tíma, og hef mikla þörf fyrir að breyta reglulega.  Því gerðist það að ég fékk smá svona nóg af eldhúsinu, eins og gerist reglulega, og ákvað að moka öllu smádóti út úr því í smá stund…

 Þrífa gluggana og gera og græja smávegis…

…mér finnst þetta ferlega þægilegt – að taka allt frá og hefjast handa með autt pláss og fullt af pælingum…

…það kemur bara svo mikill innblástur að getað byrjað á auðu blaði…

…þó auðvitað séu nokkrir hlutir sem halda sínum sessi…

…og ég er lítið að hringla í veggskrautinu…

…en þessi hérna er búinn að vera að þvælast um inni í hausnum á mér…

…og eins og sést á myndinni þá var ég í þessum pælingum í “beinni” á snappinu (soffiadoggg) og ákvað að mála fyrst bara eina hurð – svona á meðan ég var að reyna að ákveða mig…

…en auðvitað lét ég bara slag standa, því hva – í versta falli þá mála ég á nýjan leik…

…og að vanda nota ég sömu útimálninguna frá Slippfélaginu, því ég kann svo vel að meta áferðina af henni.  Hversu rustic og eitthvað gammel þetta verður allt saman…

02-Skreytumhus.is 28.05.2015-001
…og útkoman var þessi hér…

…mér finnst hann tala svoldið við svörtu stólana við borðið núna (við vitum hversu mikilvægt það er að allir tali svolítið saman sko)…

…og áferðin – like it!  Höldurnar njóta sín líka svo mikið vel núna…

…ég hélt tveimur hillum hvítum, það er ekki pörfekt, en planið er að skera úr marmarafilmu á þær rétt eins og á toppinn…

…eins málaði ég innan í skápnum, abbsakið “draslið” en þetta er ekki fansí skápur sko!

…og alltaf þegar ég sest niður, þá mætir þessi hérna…

…hinn skápurinn – já ég á við kertastjakavandamál á háu stigi.  Ég hélt hillunni sjálfri enn hvítri, og er mjög ánægð með það…

…það er allt sem nýtur sín vel við svona svartan bakgrunn…

…og einhver fegurð í þessari “drasluppröðun”…

…og aftur 🙂 …

…í það minnsta – þetta var einföld lítil breyting, sem breytti samt heilmiklu og gleður mig…

…hvernig eruð þið að fíl´ann svona svartann annars?

…þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég “þjösnast” á þessum skáp – þið getið kíkt hérna (smella) og hérna (smella)

…og svo ætla ég að sýna ykkur restina af eldhúsinu – kannski á morgun?

Ps. mér þykir voða vænt um Like-in ykkar, og auðvitað kommentin líka 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

16 comments for “Enn á ný og aftur…

 1. Eva Bé
  09.03.2017 at 20:25

  Flott breyting 😊
  pússar þú og grunnar áður en þú málar ??

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.03.2017 at 22:01

   Þessi var nefnilega bara grunnaður hvítur, þannig að það var auðsótt að mála hann bara beint! Þessi málning er reyndar þannig að mér finnst hún alltaf verða fín og hef notað hana án þess að pússa áður og hún stenst vel tímans tönn 🙂

 2. Eva Bé
  09.03.2017 at 20:26

  Flott breyting 😊

 3. þuríður
  09.03.2017 at 20:30

  Mér finnst hann flottari Hvítur , passar betur við skápinn sem er fyrir ofan

 4. Kristín
  09.03.2017 at 21:16

  Hef gaman af breytingargleðinni þinni 🙂 Flottur svartur, flottur hvítur 😀 Bara gaman að breyta til fyrst það er hægt 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.03.2017 at 22:00

 5. Jóhanna
  09.03.2017 at 21:48

  Virkilega flott..held að það kæmi vel út að hafa hillurnar svartar í stað marmara..poppar upp skrautið í þeim eins og sést inni skápnum 😊

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.03.2017 at 22:00

   Ég er alveg sammála, en það eru bara hundahárin sem ég er að forðast 😉 Þau vilja setjast hér og þar og sérstaklega í þessari hæð!

 6. Margrét Helga
  10.03.2017 at 00:47

  Eins og ég kommentaði á snappinu þá var ég pínu skeptisk á hann svartan því mér fannst hann svo flottur hvítur, en meeeeeeen hvað hann er töff svona 😍 algjörlega gordjöss! Verður æði þegar það er kominn marmari í hillurnar líka 😁

 7. Ragnhildur Skúla
  10.03.2017 at 04:02

  mér finnst hann æði svartur…svo eftir smá tíma æði hvítur…það er nefnilega þessi tilbreyting sem er svo góð 😜😜 og þú dugleg sð gera og ég líka 😂😂stundum of oft að margra mati hjá mér……en bíddu sf hv man ég ekki eftir svörtu stólunum…..,😊😊

 8. Ella
  10.03.2017 at 10:00

  Geggjað flottur svona svartur, mér finnst einmitt svo töff að hafa neðri skápinn dekkri en þann efri.

 9. Sigríður Ingunn
  10.03.2017 at 10:39

  Kemur mjög vel út. Mig langar að forvitnast um kertastjakana sem eru í báðum hillum, fremst til hægri. Hvar fær maður svona?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   10.03.2017 at 12:39

   Takktakk – þetta eru marmarakertastjakar úr Rúmfó, fást þar ennþá 🙂

 10. Gurrý
  10.03.2017 at 13:01

  Mér finnst hann bara ruglflottur svona elskan – ef þú ert í vandræðum með kertastjaka þá get ég alveg fundið gott heimili handa þeim, just saying 🙂

 11. Svava sys
  11.03.2017 at 08:51

  Gjöggjaður! 💖

 12. Vallý
  22.05.2017 at 00:52

  Hæhæ, æðislegt! Ég vildi forvitnast hvar þú hefðir fengið stóru hvítu kertastjakana vinstra megin á skenknum, þeir eru mjög fallegir!

Leave a Reply

Your email address will not be published.