Joanna Gaines veggfóður…

…ég er farin að halda að innanhúsgúrú-inn “okkar”, hún Joanna Gaines geti alls ekki stigið feilspor.  Nú gerist það samt örugglega, fyrst að ég sagði þetta upphátt og “jinx-aði” allt saman.  En í það minnsta – ekki nóg með að hún hafi verið að gefa út línu af kalkmálningu, sem virkar ótrúlega spennandi – heldur var hún líka að gera hreint út sagt dásamlega veggfóðurslínu sem mig langar að fá að deila með ykkur myndum af…

…það þarf víst engan að undra, sem fylgst hefur með mér í einhvern tíma, að þetta hérna er að heilla.  Mér finnst þetta alveg hreint ferlega töff…

…eins er þetta hérna óvenjulegra en samt ferlega fallegt…

…þetta er allt saman með nettri rómantík og sérlega fallegt…

…flest eru til í fleiri en einum lit…

…allir sem horfa á Fixer Upper þættina vita að Joanna elska hvítmálað, nú eða bara ómálað, eða svartmálað 🙂 shiplap.  Shiplap er sennilegast bara best líkt við panil, nema að þetta eru oftast stærri og grófari fjalir.  Það kemur því ekki á óvart að það er hægt að fá veggfóður sem lítur út eins og fjalaveggur…

..töff hugmynd að setja veggfóðrið í loftið…

…dásamlegt í barna- eða svefnherbergið…

…og í hvítu og svörtu…

…smá svona nútíma kantrífílingur…

…og mjög svo flott í þessum lit…

…þetta hér, sem er eins og grunnteikningar af húsum er hreint æði…

…í hvítu líka…

…og mér finnst þessi litur alveg gordjöss…

…hér tók svo hjartað smá aukaslag…

…svart/hvít klassík…

…og svo þetta – jeminn eini!

…þetta er sem sé krítarveggfóður – ójá takk bara…

…og í hvítu…

Þið getið smellt hér – til þess að skoða öll veggfóðrin

…hvað segið þið – hvað er ykkar uppáhalds?

Er það of mikið að setja veggfóður í öll herbergi heimilisins? 🙂

All photos and copyright via
Alexis Millis / York Wallcoverings / Magnolia Home

1 comment for “Joanna Gaines veggfóður…

  1. Margrét Helga
    27.02.2017 at 12:23

    Nokkur sem mér finnast falleg þarna….en script veggfóðrið er gordjöss!!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *