Stocksund-inn okkar…

…datt í hug að skrifa smá póst um Stocksund-sófann okkar, núna þegar það eru komin tvö ár síðan hann kom inn á heimilið.

Sófinn er frá Ikea, og þetta er týpa sem var aðeins til hjá þeim í skamman tíma – þessi er sem sé 2m langur en þeir nýju eru ýmis styttri eða lengri.

Við erum ekki með neitt sjónvarpsherbergi þannig að stofan er alrýmið okkar, þarna erum við flestum stundum…

02-www-skreytumhus-is-007

…við bættum síðan síðan við legubekkinum og er það ein bestu kaup sem við höfum gert.  Hann er alveg ofsalega mikið notaður af öllum fjölskyldumeðlimum, til að mynda er þetta eini sófinn sem Stormurinn fer upp í.  Hann veit að hann má liggja ofan á teppinu og nýtir það svo sannarlega…

01-www-skreytumhus-is-006

…svo er það auðvitað eitt af mínum uppáhalds kostum við sófann, og það er að eiga tvö mismunandi áklæði.  Við eigum ljóst og dökkgrátt…

03-www-skreytumhus-is-is-045

…hér koma síðan nokkrar símamyndir – því ég hef fengið spurningar um hvernig ég sé að þvo af sófanum.  Það er sem sé bara að rífa allt af og henda í vélina á 30°.

Svo eins og ég segi alltaf, þá verður þetta verra áður en það verður betra…
05-www-skreytumhus-is-026

…hérna er ég búin að setja gráa áklæðið utan um beint úr vélinni, og ég set það á að kveldi til og læt pullurnar standa upp á rönd til að láta lofta um þær á meðan þær þorna…

06-www-skreytumhus-is-027

…þannig að daginn eftir þegar kíkt er inn í stofu – þá er þetta sýnin sem blasir við…

07-www-skreytumhus-is-028

…og svo þegar búið er að pota öllu á sinn stað, þá er allt mun meira kózý.  Eins og stendur á myndinni, þá er gráa áklæðið uppáhaldið mitt.  Það er eitthvað svo notalegt við það – svo er líka voða gott að þurfa ekkert að spá í hvort að sjáist á settinu. En eins og gefur að skilja þá sést auðvitað meira á því ljósa – en kosturinn er sá að það er auðvelt að þvo þetta – þannig að C´est la vie 🙂

08-www-skreytumhus-is-029

…annað sem er í uppáhaldi hjá mér eru fæturnir á settinu.  Ég er mjög hrifin af því hversu mjóir og fallegir þeir eru, sér í lagi miðað við hvernig fæturnir á gamla settinu okkar voru.  Plús að það er líka auðvelt að ryksuga undir því…

09-www-skreytumhus-is-030

…og þó það sjáist ekki svo vel, þá eru lappirnar mjög líkar löppunum á sófaborðinu – sem mér finnst gleðilegt.  Ég var líka að reyna að útskýra á snappinu um daginn, að ég sný alltaf bakpullunum reglulega við – það hressir allan sófann við og gerir hann reisulegri.  Eykur líftímann áður en þarf að þvo aftur…

15-www-skreytumhus-is-036 …nú þegar ég tek af sófanum þá brýt ég það venjulega saman…
12-www-skreytumhus-is-033

…og geymi í svona geymslupoka í geymslunni (geymi geymi geymi).  Svo þegar ég ætla að nota áklæðið á nýjan leik, þá þvæ ég það áður en það fer á sófann…

13-www-skreytumhus-is-034

…sem sé – stofan eins og mér líkar hún best. Pullurnar eru alltaf jafn mikið notaðar, en krakkarnir sitja á þeim þegar þau eru að lita/borða/spila í tölvunni við borðið…

14-www-skreytumhus-is-035

…og þar sem konan þjáist af púðablæti – þá eru það þeir sem breytast reglulega og sjá um að breyta stofunni án þess þó að breyta henni, ef þið skiljið hvað ég á við…
16-www-skreytumhus-is-037

…og auðvitað, teppi á bekknum fyrir hann Storm okkar 🙂

17-www-skreytumhus-is-038

Sum sé, við erum ánægð með sófana, þeir eru að halda sér vel, auðvelt að þvo af þeim, og eru virkilega þægilegir – sem er auðvitað stóra málið!

Annars segi ég bara gleðilegan þriðjudag!
21-www-skreytumhus-is-040

 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

4 comments for “Stocksund-inn okkar…

  1. Margrét Helga
    10.01.2017 at 08:17

    Snilldar sófi….finnst hann ofboðslega flottur og væri svo til í að þurfa að kaupa nýjan sófa en það er víst ekki tilfellið, a.m.k ekki enn 😉

  2. Hrefna Ruth
    11.01.2017 at 22:42

    Geggjaðir sófar 😃 Á langa sófann, legubekk og stól og ljósgrátt og dökkgrátt áklæði. Frábær kaup

  3. Berglind
    12.01.2017 at 18:31

    hvernig er með sófann þar sem hann er á svona fótum og ekki upp við vegg, er hann ekki á hreyfingu þ.e. færist til þegar maður hlammar sér í sófann?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.01.2017 at 21:53

      Sko, ef þú tekur tilhlaup og fleygir þér í sófann þá myndi hann eflaust færast til. En nei, hvorki þessi né þeir gömlu hafa verið að ferðinni hjá okkur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *