Arininninn…

…var sem sé fluttur á vegginn þar sem að glerskápurinn var áður.

Þar standa meðal annars þessir tveir stjörnukertastjakar, og svona til þess að spegla þá, þó ekki í speglinum, heldur í tveimur stjörnubökkum…

bw2013-04-12-190330

…ég er mjög ánægð með krossana sem að hanga á kuflunum í leðurreimum…

bw2013-04-12-190337

…að upplagi er þetta bara mjög einfalt.  Arininn settur við vegginn, og spegillinn fékk að fylgja með honum, því að þeir eru svo góðir vinir.  Eins og Forrest og Bubba….

bw2013-04-14-132351

…heiminum er haldið undir skefjum með glerkúflunum…

bw2013-04-14-132423

…og þarna sést glitta í glerskápinn sem áður átti heima við vegginn…

bw2013-04-14-132427

….og þessi spegill er held ég enn næstum bara uppáhalds fundurinn minn úr Góða Hirðinum, sjá hér

bw2013-04-14-132429

…hornin voru ekkert hreyfð, þau bara hanga enn á sama stað og þau gerðu áður…

bw2013-04-14-132434

…við hliðina stendur síðan smá grúbba, luktin mín góða, heimilisreglurnar og gamall kollur frá mömmu og pabba….

bw2013-04-14-132441

…og svo þegar að kvölda tekur…

bw2013-04-15-220458

…og húsmóðirin fleygði sér í gólfið til þess að ná skemmtilegra sjónarhorni…

bw2013-04-15-220521

…þá kom þessu hér og tróð sér inná…

bw2013-04-15-220529

…ég er smá hrifin af þessi uppröðun, og eins og sést þá er ég enn með glæra ljósaseríu í gangi frá því um jólin…

bw2013-04-15-220603

…og svo tróðu þessir sér báðir inn á…

bw2013-04-15-220656

…Stormurinn situr, 5 ára, en Raffi liggur, 13 ára, og þeir eru yndislega góðir saman…

bw2013-04-15-220706

…en hins vegar er Stormurinn ekki alltaf svona slakur, bara svo það sé alveg á hreinu…

bw2013-04-15-220723

….awwwwwww….

bw2013-04-15-220811

…og ef þið skilduð ekki vera búin að fatta það ennþá…

bw2013-04-15-220822

…þá er snilld að fá sér gólfefni í stíl við heimilsdýrin sín – þá sjást síður hundahárin (sem eru í nægu magni)….

bw2013-04-15-220922

…hérna sést síðan kertið sem að ég sýndi í þessum pósti hérna, þegar að það er farið að brenna niður þá helst bréfhólkurinn utan um…

bw2013-04-15-220937

…og þannig er það nú, kósý kertaljós og mjúkir hundar, þetta varð agalega eitthvað notó póstur 🙂

bw2013-04-15-221000

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Arininninn…

 1. Berglind
  16.04.2013 at 09:05

  Algjört æði hjá þér, kemur svakalega vel út 🙂

 2. Guðný Ruth
  16.04.2013 at 10:18

  Æðislega flott 🙂 Alltaf skemmtilegt að breyta til, ég vildi óska að minn arinn væri færanlegur svo ég gæti skutlað honum upp við annan vegg hérna og breytt aðeins.
  Hundarnir þínir eru yndislegir, skil ekki hvernig þú nærð svona sætum myndum af þeim alltaf – minn labrador æðir beint framan í mig ef ég beygi mig niður með myndavélina (sbr myndin af Raffa hérna uppi!)

 3. diana
  16.04.2013 at 10:50

  sæl mjög flott hjá þér að vanda – en getur þú sagt mér hvað brúni liturinn á veggnum þínum heitir og frá hverjum hann er – hann er svo fallegur.

 4. Sigga Rósa
  16.04.2013 at 13:55

  Glæsileg breyting og uppröðunin flott. Arinninn kemur vel út þarna:)

 5. Anna Sigga
  16.04.2013 at 14:43

  Hrikalega flott 🙂

  sniðugt þegar þú getur fært til…eins og arin og glerskápinn….ekkert njörvað niður ???

  Til lukku með góðar breytingar 🙂

 6. Svandís
  16.04.2013 at 17:57

  Skemmtilegar breytingar hjá þér og yndislega kósý eins og alltaf 🙂

 7. Anonymous
  16.04.2013 at 18:11

  Flottar breytingar. Getur verið plús að eiga færanlegan arin. Minn er pikkfastur og get því lítið annað en breytt á hillunni og svo því sem er í kringum hann.

  kv.Krissa

 8. Sigríður Aðalbergsd.
  16.04.2013 at 18:58

  Takk fyrir þetta, tær snilld eins og alltaf 😀
  Kv Sigga

Leave a Reply

Your email address will not be published.