10 ára afmæli – hvað er hvaðan?

…fyrir afmæli krakkana þá kaupi ég aldrei pappadiska og glös – þau verða svo oft völt og eiga það til að velta um koll.

Mér finnst bæði fallegra að nota bara það sem til er, það er umhverfisvænna og svo er gaman að leika sér að því að skreyta bara glösin sem til eru.  Ég gerði það sama í ár…

www.skreytumhus.is-001

…í stað þess að kaupa pappadiskana og það, þá hef ég oftast keypt einhvern fallegan dúk.  Sem er þá hægt að nota aftur og aftur.  Í þetta sinn var það fallegur blómaplastdúkur úr Rúmfó, sem setti algjörlega tóninn fyrir allt borðið…

www.skreytumhus.is-004

…daman elskar bláann, þannig að liturinn var pörfekt.  Fallegar blómagreinar með smá gylltu í, og síðan fuglar og fiðrildi – allt gott sko…
www.skreytumhus.is-003
…ég elska síðan að nota fersk blóm.  Mér finnst þau bara gefa mér svo mikið.
Þannig að ég keypti antíkbleikar rósir…

www.skreytumhus.is-005

…dásamlega mjúkur og mildur litur…

www.skreytumhus.is-006

…eins og ég eigi ekki nóg af vösum.  En samt kýs ég að setja blómin í könnu.  En það er bara eitthvað við blóm í könnu sem ég elska.

Ég keypti búnt af grænum greinum, sem ég hreinsaði að neðan og raðaði vasann.  Það þarf alltaf að gæta þess að blóm og greinar sé ekki með blöð ofan í vatninu – þá endast þau lengur,,,

www.skreytumhus.is-007

…síðan eftir að hafa sett greinarnar í vatn, þá stakk ég blómunum inn á milli…

www.skreytumhus.is-008

…og bara passaði að raða þeim þannig að vöndurinn væri fallegur frá öllum hliðum…

www.skreytumhus.is-009

…og svo að lokum, þá stakk ég nokkrum nellikkugreinum inn á milli.  Svona til þess að fá hvíta litinn…

www.skreytumhus.is-010

…ég fann þessi snilldarbox í Tiger, í nokkrum litum, og mér fannst þetta snilld þar sem að krakkarnir elska að fá popp og snakk með sér frá borðinu…

www.skreytumhus.is-015

…svo hafði ég líka svo góða aðstoðarkonu sem að setti saman boxin fyrir mig – mjög hentugt…

www.skreytumhus.is-020

…á sama stað fann ég þessar fánalengjur og með þeim fylgja svona límmiðastafir…

www.skreytumhus.is-016

…mjög snjallt…

www.skreytumhus.is-017

…eins notaði ég límmiðana á glösin fyrir krakkana, og merkti þau með upphafsstaf þeirra.  Sem var mjög þægilegt þegar þau komu síðar til þess að fá meira að drekka…

www.skreytumhus.is-041

…fánalengjur setja líka alltaf svo skemmtilegan svip á veislur…

www.skreytumhus.is-043

…eins fann ég litlar lengjur í Söstrene, í svipuðum tónum, og þær fór í ljósakrónuna…

www.skreytumhus.is-018

…þær voru í raun svona alls konar á litinn 🙂

www.skreytumhus.is-012

…og saman myndaði þetta bara fallega heild að mínu mati!

www.skreytumhus.is-014

…svo að morgni dags, þegar veislan átti að vera seinni partinn, þá blasti þessi sjón við mér þegar ég kom inn í eldhúsið…

www.skreytumhus.is-0011

…dásamlegir sólargeislar sem léku sér á borðinu – þar sem það stóð frekar autt og beið veitinganna – sem eru þá næsti póstur?

www.skreytumhus.is-0021

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “10 ára afmæli – hvað er hvaðan?

  1. Anna Sigga
    16.02.2016 at 18:11

    Dásamlegt !

    Vona að ég nái í svona box hérna á Ak og fánalengjurnar eru snilld 🙂 Hægt að færa það svo inn í herbergi þegar afmælið er búið 😀

    Takk svo mikið 🙂 best að fara skoða lika dúka sem passa í barnaafmæli á bara hvítan og grænan dúk…. ein sem er sjaldan með dúk á borðinu sínu 🙂

  2. Jóna K
    16.02.2016 at 19:19

    Glæsilegt, en hvar fékkstu þessar fallegu fuglaservíettur ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 20:15

      Afsakaðu – ég bara steingleymdi þeim 🙂

      Á sama stað og dúkinn, í Rúmfó á Korputorgi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *