Innlit og uppröðun…

…ég datt sem oft áður inn í Rúmfó-inn á Korputorgi, og var beðin um að breyta svo sem einu borði, svona að mínum stíl.  Það var nú auðsótt mál og ég ákvað að deila með ykkur myndum, svona af því bara…

IMG_6823

…þær eru eitthvað svo fallegar þessar tvílitu körfur, eitthvað svo skandinavískar…

IMG_6824

…og þessir hvítu rammar með textanum eru með ljósi innan í – og ofsalega fallegir…

IMG_6825

…hvítt, blúndað og bjútífúlt.  Ég er ekki að grínast að ég held að þessir tveir, fremri, hvítu diskar eru á 499kr núna á útsölunni…

IMG_6826

…dásamlegar luktir…

IMG_6827

…gínurnar eru líka á útsölunni núna og kosta að mig minnir 1499kr…

IMG_6828

…þessar servéttur fannst mér alveg æðislegar – úff svo flottar…

…þessar fannst mér líka ansi hreint krúttaðar, en þetta eru svona hurðastopparar…

IMG_6831

…hvenær skyldi kona eiga of mikið af tvoföldum diskum? Tja, eða þreföldum?

IMG_6832

…og fallegur spegillinn með textanum, flottur í fermingargjöf handa dömu…

IMG_6833

…svo smellti ég nokkrum myndum af útsöluvörum – svona til að sýna ykkur þar sem útsalan er að klárast núna um helgina…

IMG_6834

…einfaldir og flottir…

IMG_6835

…kantrískotinn og klassískur…

IMG_6836

…fallegur vasi…

IMG_6837

…þessir rammar eru alltaf skemmtilegir – og ef þú vilt ekki textann, þá er erfitt að slá hendinni á móti þessu verði…

IMG_6838

…elska þessa kistla í krakkaherbergin, sérstaklega í strákaherbergi – verðin sem þið sjáið þarna eru svo með auka 20% afslætti núna um helgina…

IMG_6839

…þessar eru fallegar…

IMG_6840

…og ég á sjálf svona tösku í grænu með hvítu hjarta og mér finnst hún æði!
IMG_6842

…þessi krútt kosta núna 50kr – sé þau reyndar alveg fyrir mér t.d. á fermingarborð…
IMG_6845

…þessar luktir finnst mér alveg geggjaðar – þykkt glerið í þeim, flott mynstur og stjarna sem hangir með – me likey!

Þá er best að láta staðar numið og segja bara: Risaknúsar og góða helgi ♥

IMG_6844

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Innlit og uppröðun…

  1. Ása Hauksdóttir
    29.01.2016 at 09:14

    takk

  2. Margrét Helga
    29.01.2016 at 10:37

    Takk fyrir að leyfa okkur að koma með þér í RL design 😉 Var þar á miðvikudaginn en á pínu hraðferð þannig að ég sá ekki helminginn af því sem þú sýndir okkur hérna :/ Gaman að “kíkja” með þér 😉

  3. Agnes
    29.01.2016 at 11:08

    Elska póstana þína, og væri sko alveg til í að komast í Rúmfó en þar sem ég bý út á landi er það ekki alltaf tækifæri til þess. Ég panta mjög oft af heimasíðunni þeirra en vildi óska þess að þeir settu allt þar sem er til sölu. Mig langaði alveg hryllilega í mottu sem þú sýndir í einhverjum pósti en hún kom aldrei á heimasíðuna þeirra. Nú er ég að gera upp barnaherbergi og “hermi” vilt og galið eftir þér, en því miður fær maður ekki nógu marga hluti í gegnum heimasíðuna hjá þeim. Td pokarnir í barnaherbergin sem þú geymir td búninga og svoleiðis…ég var veik fyrir þeim en hef ekki séð þá hjá þeim. Þú kannski segir þeim að hysja upp um sig og gera heimasíðuna betri fyrir okkur sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu…bara grín 😉 PS þú ert svo mikill fagurkeri, og mér finnst gaman að sjá fyrir og eftir breytingar hjá þér. kk

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.01.2016 at 11:32

      Agnes, þú getur sko alveg hringt bara beint í Korputorgið og beðið þá um eitthvað sem þú sérð mig nota. Þeir panta taka kortanúmerið og senda þér það 🙂

      Takk kærlega fyrir hrósið ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *