Helgarblóm…

…eru bara dásamleg!

Reyndar eru öll blóm dásamleg, nema því miður þá get ég ekki haft liljur hérna inni (fæ hausverk af ilminum af þeim).  Ég fékk mér 5 greinar af grófu brúðarslöri, sem ég gat auðveldlega sett í nokkrar vasa, og eitt búnt af bouqetrósum.  Það þarf ekkert endilega að fylla húsið af blómum en vá hvað þau gera allt mikið fallegra.

www.skreytumhus.is

…hinn alræmdi Omaggio, eða Maggi Ó, er afar fallegur með brúðarslörinu í…

www.skreytumhus.is-001

…og smá greinar sem að ég tók af fengu að kúra í vasa inni á baði…

www.skreytumhus.is-002

…er ekki um að gera að dreifa fegurðinni…

www.skreytumhus.is-004

…meðan að rósirnar standa í eldhúsglugganum…

www.skreytumhus.is-003

…fyrst voru vasarnir reyndar tveir saman, en þegar að rósirnar voru með brúðarslörinu – þá fékk ég of mikinn ömmufíling og aðskyldi greyjin…

www.skreytumhus.is1

…en þau voru þó saman um stund…

www.skreytumhus.is-0011

…og fyrir þær sem voru að spá í gyllta hlutinum í skápapóstinum…

www.skreytumhus.is-005

…þá er þetta sem sé varaliturstandur frá ofur skvísunni henni ömmu minni.  Hún elskaði allt svona, og var sko alltaf í öllu “hæðst móðins í dag” 

www.skreytumhus.is-006

Kózý stemming, ekki satt?

www.skreytumhus.is-0021

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Helgarblóm…

  1. Margrét Helga
    17.01.2016 at 13:57

    Alltaf kósý að hafa blóm… 🙂 Takk fyrir auka helgarpóst 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *